XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson og Kári Allansson skrifa 26. nóvember 2024 14:42 Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn er frjálshyggjuflokkur með þjóðvitund. Það er grundvallarforsenda stefnu Lýðræðisflokksins að menn hugsi betur um eigin peninga en um annarra manna peninga. Ríkið á því ekki að taka peninga af borgurunum nema það sé nauðsynlegt. Einstaklingsfrelsi er er almennt best varið með markaðshagkerfi þar sem framboð og eftirspurn ráða för. Lýðræðisflokkurinn vill þó vernda landbúnað og orkuinnviði sérstaklega. Markmið Lýðræðisflokksins heilt yfir er að taka peninga og vald af stjórnmálamönnum og skila aftur til fólksins. Flokkurinn hefur talað um að skera útgjöld ríkisins niður um 20%. Hér fyrir neðan eru nokkrar niðurskurðartillögur á punktaformi en tölurnar eru fengnar úr fjárlögum 2025. Ferðaþjónustan rúmlega 2,6 milljarðar – getur ferðaþjónustan ekki staðið undir sér sjálf? Vísindi, rannsóknir og nýsköpun rúmlega 30 milljarðar – þetta á heima hjá atvinnulífinu en ekki hjá Áslaugu Örnu ráðherra. Háskólastigið um 70 milljarðar – þarna þarf að taka til. Hvers vegna á sjómaður í Bolungarvík að niðurgreiða nám í kynjafræði fyrir nemanda í Reykjavík? Það eru of margir háskólar og tengja þarf námsframboð háskólanna við eftirspurn í samfélaginu. Menning, listir, íþróttir og æskulýðsmál rúmlega 24 milljarðar – við viljum að skattborgarar geti ráðið hverja það styrkir með skattafsláttum án afskipta ríkisins. Þannig myndi potturinn stækka upp í a.m.k. 77 milljarða. Hælisleitendakerfið rúmlega 15 milljarðar – við erum eini flokkurinn sem ætlar að leggja kerfið niður en taka aðeins á móti viðráðanlegum fjölda kvótaflóttamanna. Alþjóðleg þróunarsamvinna rúmir 15 milljarðar – setja þarf hagsmuni Íslendinga í fyrsta sæti. Mætti endurskoða þegar Íslendingar eru orðnir aflögufærir. Loftslags- og orkusjóður og kolefnisgjald rúmlega 21 milljarður – Ísland er búið að skila sínu framlagi nú þegar sem eitt grænasta land í heimi. Fjölmiðlar rúmlega 7 milljarðar – ríkið á ekki að eiga, reka eða styrkja fjölmiðla. Betri samgöngur rúmlega 6 og hálfur milljarður – rúmlega 300 milljarðar með Borgarlínu – það er algjört rugl! Vegagerðin rúmlega 45 milljarðar – hvað erum við að fá fyrir þessa peninga – einhvern minnisvarða um Sigurð Inga yfir Ölfusá? Má ekki setja þetta allt í einkaframkvæmd? Styrkveitingar ráðuneyta og undirstofnana til frjálsra félagasamtaka rúmlega 2,5 milljarðar – býður bara upp á spillingu. Sameining stofnana rúmlega 2 milljarðar – er það nokkur spurning? Erfðafjárskattur afnuminn rúmlega 12 milljarðar – ósanngjarn skattur. Að auki má nefna ýmsar tillögur Viðskiptaráðs Íslands (Hallalaus fjárlög: Níu hagræðingartillögur Viðskiptaráðs | Viðskiptaráð Íslands) þ.á.m. 3% aðhaldskröfu á suma málaflokka, Mannréttindastofnun Íslands, stofnanir Sameinuðu þjóðanna, og uppbyggingarsjóð EES. Síðast en ekki síst verður að nefna stuðning við Úkraínu fyrir 25,5 milljarða, þar á meðal vopnkaup, á tímabilinu 2022 til 2028. Ísland gekk í NATO á þeirri forsendu að landið hefði engan her og væri vopnlaust. Til þess að geta lækkað skatta og gjöld á fólk og fyrirtæki verður að skera niður. Einnig vill Lýðræðisflokkurinn fella niður alla tolla sem ekki eru verndartollar. Við ætlum ekki að skera niður í t.d. grunn- og framhaldsskólum, landbúnaðarkerfinu, almannatryggingum, heilbrigðiskerfinu, öldrunarmálum og í löggæslu. Þvert á móti ætlum við að forgangsraða rétt í þágu geðheilbrigðis og barna, auka útgjöld til löggæslumála og refsivörslukerfisins, auk þess að afnema skerðingar vegna tekna örorku- og ellilífeyrisþega. Ef þú vilt breytingar, verður þú að kjósa breytingar. Gerum Ísland gott aftur! Höfundar eru í efstu sætum Lýðræðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun