Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar 26. nóvember 2024 11:22 Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Vegna þess að Sósíalistaflokkurinn er með mannúðlegustu stefnuna í húsnæðismálum, sem felst meðal annars í því að öruggt og viðráðandi húsnæði á að vera ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og sá markaður á ekki að vera leiksvæði fjársterkra braskara, sem hugsa um lítið annað en eigin hag. Það á ekki að vera forréttindi að búa við öruggt húsnæði, það eru og eiga að vera sjálfsögð mannréttindi, óháð búsetu og eða samfélagsþrepa. Í stefnu flokksins í mannréttindamálum segir meðal annars, að ekki skuli mismuna fólki eftir uppruna, efnahag og eða líkamlegu atgervi og að allir séu jafnir í alþjóðlegu samhengi. Þetta þýðir meðal annars að okkur hreinlega ber að taka á móti því fólki sem hingað til lands leitar, eftir alþjóðlegri vernd og veita þeim réttláta og mannúðlega málsmeðferð og án mismununnar. Stefna flokksins í heilbrigðismálum er í stuttu máli sú að heilbrigðisþjónustan eigi að vera gjaldfrjáls, frá vöggu til grafar og öllum til gagns, ekki bara sumum. Umhverfisstefna flokksins segir að við eigum að láta náttúruna njóta vafans og að þessi sjónarmið séu ráðandi, í stað þess að fjárhagslegum eigin gróða stórfyrirtækja og einstaklinga sé í forgangi . Einnig að lýsa skuli yfir neyðarástandi í loftlagsmálum og að íslensk stjórnvöld bregðist við þeirri vá hratt og örugglega og í samstarfi við aðrar þjóðir. Stefna Sósíalistaflokksins í skattamálum er á þá leið að nýta eigi skattakerfið sem jöfnunartæki. Sem í stuttu máli felst í því að nálgast það fjármagn sem þarf í þá vasa sem geta greitt meira til samfélagslegrar uppbyggingu, það þarf bara að þora að gera það og einnig þarf að stórefla opinbert eftirlit með skatta undanskotum. Setjum því X við J og skilum Rauðu, þann 30.11.24! Höfundur skipar 7. sæti Sósíalista í Suðurkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun