Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 09:32 Baldur Ragnarsson er aðstoðarþjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins áamt því að vera aðalþjálfari Stjörnunnar. Vísir/Jón Gautur Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hrósaði Baldri Ragnarssyni mjög mikið fyrir sitt framlag eftir sigurinn óvænta á Ítalíu í undankeppni EM í körfubolta í gær. Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Það voru margar hetjur hjá íslenska landsliðinu í þessum magnaða sigri og þeir voru heldur ekki allir inn á vellinum. Eftir 24 stiga tap á heimavelli þá þurfti eitthvað risastórt til að koma Ítölum úr jafnvægi nú þegar þeir voru komnir á heimavöll og búnir að endurheimta Euroleague stjörnurnar sínar. Íslenska vörnin í upphafi leiks sló þá ítölsku það rækilega utan undir að þeir voru hálfvankaðir út leikinn. Íslensku strákarnir héldu síðan út, stóðust öll áhlaup ítalska liðsins og fögnuðu einum stærsta sigrinum í sögu íslenska körfuboltalandsliðsins. Eftir leik kom í ljós að varnarleikurinn var hugmynd og útfærsla aðstoðarþjálfarans Baldurs Ragnarssonar sem lagði mikla og góða vinnu í að lesa Ítalina og koma þeim úr jafnvægi. Íslenska liðið breytti um leikskipulag og vörn frá því í skellinum í Laugardalshöllinni. Það þarf ekki annað en að skoða stöðuna eftir tíu mínútna leik til að átta sig á áhrifum þessara breytinga. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 22-9 og hélt stórstjörnuliðu Ítala undir tíu stigum á fyrstu tíu mínútum leiksins sem er magnaður árangur á útivelli. Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, passaði líka upp á það eftir leik að Baldur fengið hrósið sem hann átti svo sannarlega skilið. „Aðstoðarþjálfarinn Baldur á risastóran þátt í þessum sigri. Hann setti upp alla vörnina okkar og það var sú vörn sem gaf tóninn í leiknum og upp úr henni fengum við mikið af okkar stigum í fyrri hálfleiknum,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við Gunnar Birgisson í útsendingu RÚV. „Þetta var stórkostleg leikgreining og þjálfun hjá honum,“ sagði Craig. Kanadamaðurinn á einnig hrós skilið fyrir að vekja athygli á mikilvægu framlagi aðstoðarmannsins síns.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38 Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17 Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Það voru margir sem lögðu þung lóð á vogarskálarnar í 74-81 útisigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025 fyrr í kvöld. Elvar Már Friðriksson lagði mjög þung lóð til en hann skoraði 15 stig og gaf átta stoðsendingar og tók stjórn á leiknum á ögurstundu. 25. nóvember 2024 22:38
Kristinn: Við vorum geggjaðir Kristinn Pálsson var að öðrum ólöstuðum maður leiksins í fræknum sigri Íslands í undankeppni Eurobasket 2025. Kristinn skoraði 22 stig og voru flest, ef ekki öll, stigin mikilvægustu stig leiksins. Leikurinn endaði 74-81 og Ísland komið í lykilstöðu um að komast upp úr riðlinum. 25. nóvember 2024 22:17
Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Ísland steig risa stórt skref í áttina að Eurobasket 2025 með því að vinna Ítalíu á útivelli í kvöld. Strákarnir leiddu nánast allan leikinn sem vannst 74-81. 25. nóvember 2024 18:47