Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson og Anna María Jónsdóttir skrifa 26. nóvember 2024 07:40 Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Þrátt fyrir þennan árangur má bæta ýmislegt í íslenska grunnskólakerfinu. Til dæmis hefur lesskilningur nemenda dalað á síðustu árum samkvæmt nýjustu niðurstöðum PISA. Þessi áskorun kallar á markviss viðbrögð og umbætur. En slíkar umbætur þurfa að byggja á styrkleikum kerfisins – ekki að grafa undan þeim. Þess vegna er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim stjórnmálaöflum sem gæla við eða kalla eftir stórauknum einkarekstri í grunnskólakerfinu. Rannsóknir sýna að einkarekstur í menntakerfum er líklegur til að ýta undir ójöfnuð. Í skólakerfum þar sem einkarekstur vegur þungt, eykst ójöfnuður af ýmsum toga. Efnahagslegur ójöfnuður eykst ef innheimt eru skólagjöld sem ekki eru á færi allra. Félagslegur ójöfnuður eykst ef einkaskólar fá að velja til sín nemendur, á meðan opinberir skólar standa þá frammi fyrir fjölbreyttari áskorunum án þess að fá það fjármagn sem þær kalla á. Slíkt elur líka á ójöfnuði vegna búsetu og þjónar þeim best sem þegar eru í sterkri efnahagslegri og félagslegri stöðu. Til að bregðast við þeim áskorunum sem íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir – svo sem með aukinni áherslu á lesskilning og jafnari stuðningi við fjölbreytta nemendahópa – þurfum við að styrkja það sem hefur virkað vel. Markviss stuðningur við kennara, fjölbreytt og aðgengilegt námsefni og sterkur faglegur stuðningur innan opinbera menntakerfisins er lykillinn að því að bæta stöðu nemenda án þess að ógna grunnstoðum jöfnuðar. Jöfnuður er ein af dýrmætustu auðlindum íslensks menntakerfis. Við getum gert betur – en við megum ekki fórna því sem þegar hefur áunnist. Samfylkingin er því mótfallin frekari einkavæðingu grunnskóla á Íslandi að ofantöldum ástæðum. Það fer gegn grunngildum jafnaðarstefnunnar að ýta undir ójöfnuð sama hvar hann er að finna en ekki síst þegar börn eiga í hlut. Við erum með blandað kerfi í dag sem byggir á sterkum hverfisskólum og við getum verið stolt af því kerfi. Höldum áfram að byggja upp sterkt opinbert skólakerfi án þess að stofna sérstöðu okkar í hættu. Höfundar eru kennarar og frambjóðendur Samfylkingarinnar til Alþingis í Reykjavíkurkjördæmum.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar