Skoðun

Til friðar­sinna á Ís­landi

Saga Unnsteinsdóttir skrifar

Það er algjör lágmarkskrafa að stjórnvöld á Íslandi taki afstöðu gegn þjóðarmorði.

Það er engin góð ástæða fyrir því að Ísland, herlaust land og smáþjóð, skuli ekki vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar hvað varðar mannréttindi og friðarmál. Land sem ætíð tali gegn stríði, fjöldamorði og þjóðarmorði hvar sem það á sér stað í heiminum. Þjóð sem þori að taka afstöðu gegn heimsvaldastefnu stórvelda og hergagnaframleiðendum, og standi með öðrum smáþjóðum og sjálfstæði þeirra.

Því enga bjarta framtíð, hér á landi eða annars staðar, er hægt að byggja á grundvelli hræðslu, haturs og viðvarandi stríðs.

Sem friðarsinnar, höfum hugrekkið til að kalla þjóðarmorð þjóðarmorð. Höfum hugrekkið til að berjast fyrir betri heimi, raunverulegum frið, réttlæti og velferð.

Krefjumst þess að stjórnmála- og viðskiptasambandi Íslands við Ísrael endi undir eins.

Styðjum Palestínumenn.

Því það er ekki óraunhæft að vilja fulltrúa sem fordæma þjóðarmorð -

Það er algjör lágmarkskrafa.

Höfundur skipar þriðja sæti á lista Sósíalista í Norðausturkjördæmi.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×