Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:51 Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ástandið í Gaza er skelfilegt og kallar á tafarlaus viðbrögð. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst aðgerðum Ísraels á Gaza sem þjóðarmorði, þar sem fjöldi brota gegn alþjóðalögum og mannréttindum hefur verið staðfestur. Í skýrslu skrifstofunnar kemur fram að Ísrael hafi stundað hnitmiðaðar árásir á almennar byggingar og hjálparstarfsmenn, beitt hungursneyð sem vopni og framkvæmt hóprefsingar gegn palestínskri þjóð. Kerfisbundin eyðilegging innviða, svo sem vatns- og hreinlætisaðstöðu, mun hafa langvarandi áhrif á líf fólks á svæðinu. Á sama tíma hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag (ICC) gefið út handtökuskipanir á hendur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, ásamt öðrum leiðtogum Hamas. Þeir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna aðgerða sem hafa haft hörmuleg áhrif á saklaust fólk í Gaza. Handtökuskipanir ICC eru mikilvæg áminning um ábyrgð leiðtoga í átökum og gætu haft víðtækar afleiðingar. Ísland, sem aðildarríki ICC, ber lagalega skyldu til að framfylgja þessum handtökuskipunum ef þeir ferðast til landsins. Vinstri græn, sem byggja stefnu sína meðal annars á friðarhyggju og mannréttindum, hafa látið rödd sína heyrast í þessu samhengi. Á nýafstöðnum landsfundi samþykkti flokkurinn ályktun þar sem aðgerðir Ísraels eru fordæmdar og kallað eftir refsiaðgerðum gegn ríkinu. Nú, þegar ástandið hefur versnað til muna, er ljóst að næsta skref er að sýna í verki skýra andstöðu við brot Ísraelsríkis á alþjóðalögum og mannréttindum með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Við styðjum sömuleiðis málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og teljum hana mikilvægt skref í baráttunni fyrir réttlæti og ábyrgð á alþjóðavettvangi. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram þingsályktunartillögu á nýliðnu þingi sem kallar eftir viðskiptaþvingunum á Ísrael til að þrýsta á ríkið um að virða alþjóðalög. Þetta er ekki bara spurning um réttlæti heldur um skyldur. Ísland hefur siðferðislega og lagalega ábyrgð til að fordæma stríðsglæpi og þjóðarmorð og styðja refsiaðgerðir og málshöfðanir gegn brotum. Með því sendir Ísland skýr skilaboð um að mannréttindi og réttlæti séu ófrávíkjanlegar grunnstoðir samfélags okkar. Í dag boðar Félagið Ísland-Palestína til ljósagöngu frá Hallgrímskirkju að Alþingi. Söfnumst saman fyrir framan Hallgrímskirkju kl. 16 og göngum niður Skólavörðustíg kl. 16:20 að Alþingi. Ég hvet öll til að koma og sýna samstöðu. Í kvöld er svo opinn fundur um málefni Palestínu með fulltrúum stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum. Yfirskrift fundarins er Ábyrgð Íslands í alþjóðasamfélaginu: Gaza og framtíðin. Þetta er mikilvægur vettvangur til að ræða ábyrgð Íslands og hvernig við getum stuðlað að friði og réttlæti. Við skulum muna að aðgerðarleysi jafngildir samþykki. Það er skýlaus krafa að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða nú þegar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og frambjóðandi í 2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun