Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:32 Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun