Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 10:32 Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega var mikið rætt um ákvörðun Kennarasambands Íslands um að bjóðast til að fresta verkföllum gegn því að brogin greiði kennurum laun á þeim tíma sem verkfall hefur staðið. Í mínum huga er þetta góð lausn sem skilar skömminni þangað sem hún á heima. Sem leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg vil ég nota tækifærið til að benda á þau alvarlegu vandamál sem leikskólakerfið okkar glímir við og hvernig borgaryfirvöld bera ábyrgð á skammarlegu ástandi leikskólanna okkar. Ástand leikskólahúsnæðis: Mygla og tafir Við kennarar í leikskólum höfum oft látið í okkur heyra, en fáir virðast meðvitaðir um þá óviðunandi aðstöðu sem bæði börn og starfsfólk margra leikskóla í borginni þurfa að sætta sig við. Til að mynda má nefna dæmið um leikskólann Árborg í Árbæjarhverfi. Í október 2022 var húsnæðinu lokað vegna alvarlegra mygluskemmda. Starfsfólk þurfti í skyndi að flytja starfsemina í bráðabirgðahúsnæði í Selásskóla, þar sem útiaðstaða barna er lítil sem engin. Tveimur árum síðar hefur Reykjavíkurborg enn ekki tekið skóflustungu að nýju húsnæði fyrir börnin og starfsmenn skólanna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. Á sama tíma virðist Reykjavíkurborg ekki skorta fjármagn í mörg umdeild verkefni. Árið 2021 var ákveðið að breyta gömlu atvinnuhúsnæði á Kleppsvegi í leikskóla. Frumkostnaður var áætlaður 623 milljónir, en vegna ófyrirséðra vandamála fór kostnaðurinn upp í 989 milljónir. Þegar húsið opnaði, reyndist það ekki uppfylla grunnkröfur um öryggi, og árið 2024 þurfti að loka því og flytja börnin í óásættanlegt bráðabirgðahúsnæði í Ármúla. Heildarkostnaður við þennan „hönnunarleikskóla“ nam á endanum 2,3 milljörðum. Það er erfitt að sjá hvernig slíkar ákvarðanir bæta leikskólakerfið. Mönnunarvandi leikskóla: Af hverju vill fólk ekki starfa í leikskólum? Leikskólarnir í Reykjavík glíma við alvarlegan mönnunarvanda. Það er ekki erfitt að átta sig á ástæðunum: Lág laun: Hvorki kennarar né annað starfsfólk leikskólanna fá laun í samræmi við þá ábyrgð sem starfið krefst. Óásættanleg vinnuaðstaða: Hávaðamengun á leikskólum er langt yfir viðmiðum Vinnueftirlitsins, en við getum varla gengið með heyrnahlífar á vinnustaðnum. Fjöldi barna á hvern starfsmann: Reykjavíkurborg notar kerfi sem heitir Vala til að ákvarða fjölda starfsmanna á hverri deild. Til dæmis telur Vala að á deild með 18 fjögurra ára börnum nægi einn og hálfur starfsmaður. Í reynd þýðir þetta að aðeins einn starfsmaður er til staðar ef „hálfur“ starfsmaður er í styttri vinnuviku. Þetta skapar óöryggi bæði fyrir börn og starfsfólk. Fjárhagslegir erfiðleikar leikskóla: Hvernig er staðan? Reykjavíkurborg hampar sér fyrir að hafa stytt vinnuvikuna hjá starfsmönnum sínum, en sú stytting hefur ekki komið leikskólum til góða. Engar aukafjárveitingar hafa verið gerðar til að ráða afleysingafólk fyrir þá sem nýta sér styttinguna. Þetta þýðir að starfsfólkið sem er ekki í styttingu þarf að bera meiri byrðar. Fjárveitingar til daglegs rekstrar leikskóla eru jafnframt of lágar. Ég veit um leikskóla þar sem starfsfólk hefur auglýst á Facebook eftir efni til að nota í vinnu með börnunum, því kvóti leikskólans er uppurinn. Starfsfólk er jafnvel að sækja efnivið í frítíma sínum fyrir eigin reikning. Þetta ástand er ólíðandi. Hvað getum við gert? Þessi pistill er ekki skrifaður aðeins til að gagnrýna heldur einnig til að vekja athygli á mikilvægi þess að breyta kerfinu: Reykjavíkurborg þarf að gera raunhæfa áætlun til að bæta aðstöðu í leikskólum. Húsnæði þarf að vera öruggt og hvetjandi fyrir börn og starfsfólk. Hækka þarf laun og bæta starfsaðstæður til að laða fólk að starfi í leikskólum. Endurskoða þarf mönnunarviðmið til að tryggja að starfsfólk hafi raunhæfan fjölda barna í sinni umsjá. Taka þarf opinskáa umræðu við foreldra og almenning um ástand leikskólanna, því það skiptir okkur öll máli hvernig er komið fram við börnin okkar. Þetta eru nokkur atriði sem við verðum að ræða. Samtök okkar kennara hafa í mörg ár bent á þessa alvarlegu stöðu og barist fyrir breytingum, en lítið hefur breyst. Þetta ástand, og árásir á samtök okkar nú þegar skilningsleysi stjórnvalda hefur neytt okkur í verkfall, særir okkur sem störfum með börnum og sjáum hversu miklu betra þau eiga skilið. Við vonum að með þessu kalli fái mál málanna þá athygli sem þau þurfa og verðskulda. Takk fyrir mig. Höfundur er leikskólakennari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun