Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 07:03 Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun