Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar 25. nóvember 2024 07:03 Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Þóroddsson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það er fagur vetrardagur. Maður gengur hægum skrefum inn í hús með stóru skilti sem á stendur: „Casino - Akureyri“. Hann sest við rúllettuborð. „Rautt eða svart?“ er spurt. Hann veðjar fyrst á svart en tapar bæði þegar kúlan lendir á svörtu og rauðu. Örlítið óöruggur og hikandi tekur hann spilapeningana og færir yfir á rauðan. Hann heldur samt áfram að tapa í hverju kasti. Ringlaður spyr hann: „Hvenær vinn ég eiginlega?“ Borðstjórinn brosir og segir: „það er bara ef hvíta talan kemur upp, en það gerist nánast aldrei“. Svona er það fyrir venjulegt fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn á Íslandi, óháð því hvað þú velur, þá tapar þú. Þú getur valið verðtryggt lán og þá tapar þú smátt og smátt höfuðstólnum eða þá velur þú óverðtryggt lán og þá tapast ráðstöfunartekjurnar strax. Of mörg galin veðmál Í heimsfaraldrinum lækkuðu vextir niður í gólf og húsnæðisverð hækkaði um tugi prósenta. Svo skrúfuðust þeir upp í næstum 10% og afborganir lána tóku sífellt stærri skerf af tekjum heimilisins með tilheyrandi skerðingu ráðstöfunartekna. Það eru ótrúlega mörg veðmál sem fólk þarf að taka þegar það ákveður að setjast við rúllettuborðið. Hvernig fara næstu kjarasamningar? Ætli dollarinn sé að styrkjast? Hvernig verður loðnuvertíðin í ár? Íslenskt húsnæðislán er afleiðusamningur með ótal sjálfstæðum breytum. Afleiðingin af þessu er að ungt fólk missir trú á því að Ísland sé land framtíðar og flytur til landa þar sem húsnæðismarkaðurinn er með rólegri brag. Við þekkjum sennilega öll fólk sem flutti erlendis til að sækja sér menntun, prófa eitthvað nýtt og víkka sjóndeildarhringinn. Marga langar að snúa heim en geta ekki hugsað sér það því þau vilja ekki stíga inn í spilavítið. Þessi atgervisflótti skaðar okkur öll. Færri frumkvöðlar þýðir minni nýsköpun og einhæfara atvinnulíf. Færri kennarar og færri hjúkrunarfræðingar skerðir lífsgæði okkar allra. Það þarf að loka þessu spilavíti. Lausnirnar liggja í stöðugra efnahagsumhverfi og stöðugra framboði af húsnæði um allt land fyrir fólk í öllum tekjuhópum. Viðreisn vill koma fleiri lóðum hins opinbera í notkun fyrir fasteignamarkaðinn og einfalda kerfið svo það sé fljótlegra og ódýrara að byggja. Við viljum einfalda bæði skipulags- og byggingarferlin öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka höndum saman og skapa stöðugri húsnæðismarkað. Við eigum öll rétt á þaki yfir höfuðið án þess að þurfa að leggja allt traustið á einhverja rúllettu. Breytum þessu. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun