11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar 24. nóvember 2024 18:32 Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til Bretlands Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Sjá meira
Píratar munu aldrei líða spillingu og fúsk og ekki mynda ríkisstjórn með flokkum sem hafa orðið uppvísir að slíku. Öflugur þingflokkur Pírata bætir gæði ríkisstjórnar svo um munar. Píratar eru með raunhæfar og nútímalegar aðferðir til að bregðast við verðbólgunni. Þeir vita að stýrivextir eru ekki eina verkfærið til að ná niður verðbólgunni og bjóða fram aðgerðir sem hefði mátt grípa til miklu fyrr í stað þess sinnu- og getuleysis sem hefur verið ríkjandi í tíð núverandi ríkisstjórnar. Píratar vita að öruggt þak yfir höfuðið eru sjálfsögð mannréttindi og hafa raunhæfa áætlun í húsnæðismálum til að bregðast við ástandinu. Áætlun sem byggir á fjölþættum aðgerðum sem ráðast að rót vandans, þ.e. ríkjandi framboðsskorti. Píratar leggja líka áherslu á að bæta lélega réttarstöðu leigjenda. Píratar trúa á efnahagslegt réttlæti og sanngirni umfram hefðbundna hægri og vinstri stefnu. Fjárhagsstaða heimilanna á ekki að þurfa að ráðast af því hvaðan pólitískir vindar blása hverju sinni. Skattkerfið á fyrst og fremst að vera sanngjarnt og setja byrðarnar á þau sem geta borið þær. Píratar munu ekki líða leyndarhyggju. Gagnsæi og upplýsingafrelsi er kjarnamál Pírata og þeir hafa sýnt í verki að þeir geta fylgt því eftir, bæði í stjórnarandstöðu og í meirihluta. Þeir viðurkenna lykilhlutverk frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélagi og leggja áherslu á aðhald almennings með valdhöfum því þeir vita að það leiðir til betri ákvarðanatöku. Píratar ætla að standa vörð um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu og tryggja aðgengi óháð búsetu og efnahag. Píratar eru ekki með það á stefnuskránni að ráðast í aukna einkavæðingu á opinberri þjónustu. Píratar eru með bestu umhverfis- og loftslagsstefnuna, aðrar þingkosningarnar í röð, og getuna til að fylgja henni eftir í ríkisstjórn. Píratar átta sig á mikilvægi þess að grípa til afgerandi og afdráttarlausra aðgerða í loftslagsmálum en átta sig líka á því hvað það eru mörg tækifæri í grænni ríkisstjórn. Píratar munu aldrei gefa afslátt af mannréttindum. Jafnvel þegar aðrir flokkar eru til í að gefa afslátt af réttindum jaðarsettra hópa munu Píratar ávallt spyrna við fæti. Íslenskt samfélag er betra þegar við gætum að réttindum samborgara okkar. Við getum líka öll lent í því á einhverjum tímapunkti að vera í minnihluta og að manréttindum okkar sé ógnað. Þá vil ég heldur hafa Pírata með mér í liði. Píratar hafa alltaf stutt við jafnrétti, við réttindi kvenna, við réttindi samkynhneigðra, transfólks og hinsegin samfélagsins í heild. Píratar setja það í forgang að sporna gegn bakslaginu sem er að eiga sér stað í hinsegin málum. Píratar taka ákvarðanir byggðar á upplýsingum en ekki pólitískum kreðsum. Gagnrýnin hugsun og upplýst ákvarðanataka er djúpt í menningunni hjá Pírötum og hluti af grunnstefnunni sem hefur staðið allt frá stofnun flokksins. Í framvarðarsveit Pírata er afar frambærilegt fólk með fjölbreytta reynslu víðsvegar úr þjóðfélaginu, á sviði stjórnmála og bæði úr opinbera- og einkageiranum. Ég vona að kjósendur sem leggja áherslu á þessi mál taki það alvarlega til skoðunar hvort að Píratar geti jafnvel verið besti valkosturinn í kjörklefanum. Það er nefnilega öruggt með Pírata að þú veist að hverju þú gengur þegar þú greiðir þeim atkvæði. Höfundur er lögfræðingur
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun