Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2024 09:54 Íslenska landsliðið fékk að koma upp á svið hjá sjálfum Ed Sullivan í eftirminnilegri ferð fyrir 50 árum síðan. Kaninn Í fyrsta þætti Kanans í kvöld verður í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi sýnt frá því þegar íslenskir landsliðsmenn í körfubolta voru heiðursgestir í þætti Ed Sullivan árið 1964, langvinsælasta skemmtiþætti Bandaríkjanna á þeim tíma. Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport. Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Heimildaþáttaröðin Kaninn verður frumsýnd í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þessum fyrsta þætti er farið tæp 50 ár aftur í tímann þegar fyrstu Kanarnir komu hingað til lands til að leika körfubolta að atvinnu og ævintýralegar frásagnir af þessum frumherjum rifjaðar upp. En tengsl Bandaríkjanna og íslensks körfubolta ná lengra aftur enda Bandaríkin vagga íþróttarinnar. Í þætti kvöldsins er rifjuð upp eftirminnileg æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna undir lok árs 1964 en þangað var liðinu boðið af bandaríska íþróttasambandinu til að spreyta sig meðal annars gegn háskólaliðum vestanhafs. „Fyrir okkur auðvitað algjört ævintýri” Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson, leikmenn KR á þeim tíma, voru meðal leikmanna sem voru valdir til ferðarinnar og lýsa henni sem miklu ævintýri. Þeir voru meðal heiðurgesta á leik hjá Boston Celtics og heilsuðu þar áhorfendum í hálfleik en lið Boston var stórveldi NBA-deildarinnar þessi árin undir leiðsögn goðsagnarinnar Red Auerbach með miðherjann Bill Russell fremstan í flokki. Enda eru Einar og Kolbeinn báðir annálaðir Celtics-menn eftir þessa ferð. Þá heimsótti hópurinn Hvíta húsið en eftirminnilegust var sennilega ferð hópsins í Ed Sullivan Theater á Manhattan. Þar voru þeir heiðurgestir við upptöku á þætti Ed Sullivan og kynnti hann hópinn sérstaklega undir lófaklappi áhorfenda. Ed Sullivan var á þessum tíma langsamlega vinsælasti sjónvarpsþáttur Bandaríkjanna og tugir milljóna Bandaríkjamanna horfðu á þáttinn hverju sinni. Stærstu stjörnur þess tíma komu þar fram og skemmst að minnast fyrstu framkomu Bítlanna við komuna til Bandaríkjanna þetta sama ár. Margir hafa heyrt sögurnar af þessari uppákomu en myndskeiðið af landsliðinu í Ed Sullivan hefur aldrei áður verið sýnt hér á landi svo vitað sé. En kynningu Sullivan á liðinu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði úr þættinum. Hittu Supremes Þátturinn var sendur út þann 27. desember 1964 og fór síðar í sögubækurnar fyrir þá staðreynd að þar steig kvennasveitin Supremes í fyrsta sinn á stokk í bandarísku sjónvarpi. „Eftir showið var okkur boðið upp á svið til að taka auðvitað mynd af okkur með Ed Sullivan og fengum að heilsa upp á Díönu Ross og Supremes. Og við vorum margir sem þvoðum okkur ekki um hendurnar í marga daga eftir að vera búnir að heilsa upp á þær. Þetta var algjört ævintýri,“ segir Einar í þætti kvöldsins. Fyrsti þáttur af Kananum fer í loftið klukkan 19 í kvöld á Stöð 2 og klukkan 20 á Stöð 2 Sport.
Körfubolti Kaninn Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01 Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Fjölmennt var í forsýningarpartýi heimildaþáttaraðarinnar Kaninn sem fór fram á veitingastaðnum Just Wingin' It á Snorrabraut í gærkvöld. 22. nóvember 2024 20:01
Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. 18. október 2024 22:32