Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 24. nóvember 2024 07:18 Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þessi pistill hefst á persónulegum nótum og er aðdragandi að stærra samhengi. Í gegnum tíðina hafa vinkonur mínar bent mér á sérstakan ávana sem ég hef: Að nefna sjaldan manneskjur sem ég hef verið að hitta á rómantískum nótum með nafni þeirra í samtölum við þær. Viðkomandi hefur alltaf fengið eitthvað gælunafn sem lýsir starfstitli eða áhugasviði. Ég hélt að með þessu væri ég voða sniðug og jafnvel smá fyndin en sé eins og með margt annað að þetta hljóti að vera hluti af einhverju stærra. Mögulega tengt því að alast upp við fátækt. Mögulega tengt tíðum flutningum á ótryggum húsnæðismarkaði. Ég hef komist að því að þetta hljóti að vera einhverskonar varnarviðbrögð. Að halda fólki í ákveðinni fjarlægð í hausnum á mér, þannig að ef samskiptin gangi ekki upp og leiðir skilja að þá sé ég nú bara að kveðja „smið“, „skólaliða“ eða „leikara“. Bless bless. Takk fyrir samveruna. Ekkert stór mál, ég er ekki að missa af miklu. Eins og húsnæðið með stóra herberginu mínu, með skemmtilegu skápunum, ekkert mál að flytja, það var kominn tími á eitthvað nýtt. Ég vildi ekki kveðja þá íbúð en svona var þetta bara, ekki eins og þetta hafi verið heimili mitt, heldur „íbúðin með stóru rúmgóðu skápunum“. Allt of stórir skápar þegar ég hugsa nánar út í það. Svipað með huggulegu hreinu íbúðina sem við mæðgur þurftum skyndilega að flytja úr. Ekkert mál, þessi íbúð var líka einum of fín. Gott að komast frá þessu parketi sem rispaðist svo auðveldlega. Fínt að þurfa ekki að vera passa sig svona mikið með þetta fína dýra parket. Sú íbúð fékk gælunafnið „fína íbúðin“. Alveg eins og það var ekkert mál að flytja í nýtt hverfi og byrja í nýjum skóla. Það er alltaf gott að skipta um umhverfi og prófa eitthvað nýtt. Kominn tími til að vera stór stelpa og ekki viðurkenna vonbrigðin upphátt. Það breytir engu að vera leið, það fyrirbyggir ekki flutninga. Og þannig smátt og smátt bætti nýtt póstnúmer, nýtt hverfi, ný íbúð alltaf nýjum múrstein við varnarvegginn gegn vonbrigðum. Nú vona ég að við getum mölbrotið alla þá varnarveggi sem umlykja særða leigjendur og alla sem hafa þurft að flytja oftar en þeir kærðu sig um. Það gefur augaleið að persónuleg samskipti bætast með húsnæðisöryggi. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa með einhverjum sem þú hefur engan áhuga á að búa með. Þá þartu ekki að búa inni á einhverjum, leigja út herbergi í íbúð þinni til ókunnugra eða búa með þeim sem ógnar öryggi þínu. Með húsnæðisöryggi þarftu ekki að búa hjá foreldrum til fertugs. Með húsnæðisöryggi geturu boðið heim til þín á stefnumót án þess að mamma og pabbi séu í næsta herbergi. Húsnæðisöryggi gerir börnum og fjölskyldum þeirra kleift að festa rætur og búa við fyrirsjáanleika og skapa góðar minningar byggðar á traustum grunni. Þess vegna býð ég mig fram fyrir Sósíalistaflokk Íslands því við viljum húsnæðisöryggi fyrir okkur öll sem hér búum. Færri flutninga og meiri festu. Til þess þarf að afmarkaðsvæða húsnæðismálin og þess vegna set ég x við J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun