Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal skrifa 22. nóvember 2024 13:45 Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og þá fáum við tækifæri til þess að kjósa stjórnmálaflokka í næstu ríkisstjórn. Frambjóðendur kappkosta þessa dagana við að koma sínum áherslu- og stefnumálum á framfæri. Vandamálið við kosningaloforð stjórnmálaflokka er að þau eiga það til að gleymast, jafnvel daginn eftir að kosningar eru afstaðnar. Málefni fatlaðs fólks hafa almennt lítið sem ekkert verið til umræðu, sem er mikið áhyggjuefni. Að gefnu tilefni vill Þroskahjálp því koma eftirfarandi á framfæri: Til að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa undirgengist, m.a. með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, þurfa stjórnvöld og þeir sem kosnir eru til forystu að axla ábyrgð. Grundvallarforsenda samningsins er að fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í samfélagi sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreyttum þörfum. Verkefnið er því að breyta samfélaginu svo allir fái tækifæri til þátttöku á eigin forsendum en ekki að breyta fötluðu fólki til að passa inn í samfélagið – eða skilja það út undan. Allt fatlað fólk á að hafa tækifæri til jafns við aðra til þess að lifa sjálfstæðu lífi, búa við mannsæmandi lífskjör, hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu, menntun og vinnumarkaði, eiga möguleika á að búa á eigin heimili og njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Helstu áherslumál Landssamtakanna Þroskahjálpar Að fötluðu fólki verði tryggð sú þjónusta sem það þarf og á rétt á til að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi. Leysa þarf deiluna á milli ríkis og sveitarfélaga varðandi kostnaðarskiptingu og ábyrgð. Að stjórnvöld axli ábyrgð á því að tækni, s.s. rafræn skilríki og gervigreind, sem notuð er til þess að veita aðgegni að mikilvægri þjónustu sé aðgengileg öllum. Að ríki og sveitarfélög ráðist í alvöru átak til að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk, en um 450 fatlaðir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð. Einnig þarf að gera lagfæringar á stofnframlagakerfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að byggja íbúðir fyrir fatlað fólk í gegnum stofnframlagakerfið og innan þess ramma sem kerfið leyfir. Það er mjög hæpið reikningsdæmi í dag. Að grunnörorkulífeyrirgreiðslur verði hækkaðar hjá þeim hóp sem hefur engar aðrar greiðslur en örorkulífeyrisgreiðslur. Að stjórnvöld auki aðgengi allra án aðgreiningar að námi á öllum skólastigum og að aukið verði fjármagn í tengslum við inngildandi nám fatlaðra barna og ungmenna. Að stjórnvöld bæti þjónustu við fötluð börn og ungmenni og að ráðist verði í átak til að vinna á biðlistum (Ráðgjafa- og greiningarstöðin, Geðheilsumiðstöð barna, Heyrnar- og talmeinastöð) til að lögin um farsæld barna skili því sem þeim er ætlað. Að stjórnvöld tryggi aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fólk með þroskahömlun, einhverft fólk og fólk með fjölþættan vanda hefur hingað til ekki verið í boði, nema fyrir alvarlegustu tilfellin. Engin meðferðarúrræði eru til fyrir fólk með þroskahömlun eða einhverft fólk með fíknivanda. Að stjórnvöld fari í átak í atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk hjá opinberum stofnunum. Að stjórnvöld lögfesti samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks án tafar. Að stjórnvöld standi við áætlanir sínar um stofnun á burðugri og sjálfstæðri Mannréttindastofnun Íslands og að Réttindagæsla fatlaðs fólks verði styrkt til muna undir nýrri stofnun og viðeigandi fjármagn verði tryggt til rekstursins. Að stjórnvöld tryggi að Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 verði fyllt eftir og að þær 60 aðgerðir sem áætlunin inniheldur komist til framkvæmda. Að lokum viljum við vekja athygli á því að á fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var 19. okt. sl. sendi fundurinn frá sér eftirfarandi ályktanir. Má lesa nánar um þessar ályktanir hér. Samtökin hvetja frambjóðendur til þess að láta sig málefni fatlaðs fólks varða. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar.Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun