Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 08:45 Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að þjóð eigi menningarráðherra sem stendur með menningarlífinu í landinu í blíðu og stríðu. Lilja Alfreðsdóttir hefur verið þessi menningarmálaráðherra. Á undanförnum 7 árum hefur virðing mín vaxið fyrir henni sem stjórnmálamanni, ráðherra menningarmála og ráðherra annarra málaflokka sem hún hefur tekið að sér. Sú staðreynd að hún viðurkenni og skilji mikilvægi menningar og skapandi greina fyrir samfélagið skiptir mig miklu máli. Mestu máli skiptir þó að hún framkvæmir í takt við það! Stundum hefur maður upplifað að það sé litið niður á menningu og skapandi greinar. Á þessu hefur orðið talsverð breyting til hins betra, ekki síst fyrir tilstuðlan Lilju, sem hefur lagt mikið kapp á að draga fram hið efnahagslega mikilvægi sem menning og skapandi greinar hafa fyrir samfélagið og tala þessar greinar markvisst upp. Dökk mynd í málun Í málefnum myndlistarinnar hefur Lilja tekið til hendinni líkt og í öðrum listgreinum. Þannig hefur hún ráðist í stefnumótun í góðri samvinnu við haghafa myndlistarinnar og í Myndlistarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 birtist framtíðarsýn fyrir greinina, sem er þegar byrjað að hrinda til framkvæmda. Þegar ég ræði við kollega mína í menningarlífinu um Lilju er tónninn alltaf sá sami: Mikil virðing er borin fyrir því að orð standi hjá Lilju Alfreðsdóttur – og að hún gangi í verkin til þess að klára þau. Það væri synd að sjá Lilju Alfreðsdóttur falla af Alþingi, en sú dökka mynd virðist vera að málast upp samkvæmt skoðanakönnunum. Ég vil því stíga fram og lýsa yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur og jafnframt þakka fyrir framlag hennar til menningarmála á Íslandi. Það skiptir máli að á Alþingi sé jafn öflugur stuðningsmaður menningar og skapandi greina. Takk, Lilja! Höfundur er myndlistarmaður.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar