Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 16:47 Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Álag í starfi, streita og kulnun er áhyggjuefni og kostnaðarsamt bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er alvarlegt þegar fagfólk treystir sér ekki lengur til að starfa við fagið sem það menntaði sig til. Afleiðingar slíks álag hafa áhrif á líf fólks, m.a. fjölskyldu og félagsleg tengsl svo ekki sé talað um tekjumissi. Stofnanir og fyrirtæki glíma við aðhaldskröfur og geta oft ekki ráðið inn afleysingarfólk vegna veikindaleyfa sem veldur auknu álagi á þá starfsmenn sem fyrir eru. Skapast getur hringrás sem veldur því að verðmætur mannauður tapast með neikvæðum áhrifum á gæði þjónustu og framþróun. Kostnaður er bæði bein fjarvera frá vinnu, ásókn í sjúkrasjóði og kostnaður sem leggst á einstaklinginn og hans fjöskyldu. Samfélagið ber líka ýmsan beinan og óbeinan kostnað ásamt því að auka álag á heilbrigðiskerfið og endurhæfingarþjónustu. Flest þekkjum við einhvern sem hefur farið í veikindaleyfi sökum álags og stundum leiðir það til endanlegs brotthvarfs af vinnumarkaði. Handleiðsla er faggrein sem beinir sjónum sínum að samskiptum milli fagfólks, faglegum verkefnum og stofnanamenningu. Handleiðsla veitir tíma og rými til að ígrunda fagleg vinnubrögð í flóknum aðstæðum. Hún stuðlar að þróun fagfólks, teyma og stofnana og er brýning til fagfólks að skerpa fagleg vinnubrögð. Handleiðsla stuðlar að auknum gæðum í þjónustu og er nýtt til að ígrunda þegar taka þarf flóknar ákvarðanir, hvort sem um er að ræða einstaklingsmál eða þróun þjónustu. Handleiðsla er forvörn gegn streitu og kulnun í starfi og því best að sækja handleiðslu áður en einkenni gera vart við sig. Ef einkenni eru til staðar þá er handleiðsla gagnreynd aðferð sem getur átt stóran þátt í að vinda ofan af þessum einkennum þegar þau mælast yfir klínískum viðmiðum. Líðan í starfi er samstarfsverkefni einstaklinga og atvinnurekanda og því oft nauðsynlegt að hafa skýra handleiðslustefnu á vinnustað til að stuðla að forvörnum og eflingu í starfi. Dagur handleiðslu í Evrópu Fimmtudagurinn 21. nóvember er dagur handleiðslu í Evrópu en Evrópusamtök handleiðara ANSE (e. Association for National Organisations for Supervision in Europe - ANSE) voru stofnuð á þessum degi árið 1997. Handleiðslufélag Íslands var samþykkt með fulla aðild að samtökunum þann 19. október síðast liðinn á aðalfundi samtakanna í París, en hafði verið með samstarfsaðild að ANSE frá árinu 2014. Hlutverk ANSE og landssamtaka í hverju landi eru að tryggja gæði og faglega þjónustu handleiðara og stuðla að þróun handleiðslu í Evrópu. Handleiðarar innan ANSE eru þverfaglegur hópur fagfólks sem á það sameiginlegt að hafa sótt sér formlega menntun og þjálfun á sviði handleiðslu. ANSE gaf árið 2008 út viðmið fyrir hvað nám í handleiðslu þarf að uppfylla til að teljast viðurkennt og hefur uppfært viðmiðið reglulega, nú síðast á aðalfundi 2024. Diplómanám í handleiðslufræðum við Félagsrágðjafardeild Háskóla Íslands uppfyllir þessi viðmið. Handleiðslufélag Íslands Handleiðslufélag Íslands var stofnað árið 2000. Félagið samþykkti siðareglur fyrir félagið á stofnfundi en á aðalfundi í maí 2023 voru uppfærðar siðareglur samþykktar. Félagið er ætlað fagfólki með löggilt starfsréttindi svo sem félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, kennurum, læknum, prestum/guðfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og sjúkraþjálfurum sem hafa lokið viðurkenndu viðbótarnámi í handleiðslufræðum. Víða erlendis kaupa fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir eingöngu handleiðslu af viðurkenndum handleiðurum sem eru á lista yfir handleiðara hjá sínu landsfélagi. Á Íslandi má finna viðurkennda handleiða á heimasíðunni www.handleidsla.is Í öðrum löndum þekkist það einnig að fagfólki er skylt að sækja handleiðslu auk lámarks sí- og endurmenntunar árlega til að viðhalda réttindum sínum og aðild að fag- og stéttarfélögum. Á Íslandi eru slíkar kröfur því miður ekki enn farnar að festa sig í sessi en umræðan innan ýmissa fagstétta er þó löngu farin af stað. Handleiðslufélag Íslands vinnur nú að mótun gæðastefnu og gæðaviðmiða fyrir félagið, en ANSE hefur gefið út gæðaleiðbeiningar sem landsfélögin taka mið af. Í dag er fræðslufundur hjá Handleiðslufélagi Íslands sem ber yfirskriftina ,,Hinn handleiddi segir frá og handleiðari tjáir sig“ – Orðræðan um handleiðslu. Fræðslufundurinn hefst kl. 17:00 að Vegmúla 3, 108 Reykjavík og stendur til kl. 19:00. Stjórn Handleiðslufélags Íslands óskar öllum handleiðurum á Íslandi til hamingju með Evrópudag handleiðara. Sveindís Anna Jóhannsdóttir, formaður
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun