Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar 21. nóvember 2024 14:45 Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Einkavæðing almannarýmisins er í fullum gangi. Hægt og hljótt. Loftslagslausnarar í erlendum gullstrengjum panta upp land fyrir risavaxna vindmyllugarða. Lofa sveitastjórnum gleri fyrir gull. Aðrir kaupa upp jarðir smánaðrar bændastéttar til að rækta aflátsskóga. Laxeldismógúlar troða sér upp á byggðir sem vilja ekkert með þá hafa. Sumir bjóða sveitarfélögum prósentur í hagnaði til að liðka fyrir ákvörðunum skipulagsvaldsins. Líkt og að bjóða fólki prósentur af því að selja ömmu sína. Á jökulsporðum slást leiðsögumenn um rétt vinnuveitenda sinna til að selja aðgang að íshellum. Landeigendur rukka bílastæðagjöld við náttúruperlur án lagaheimilda. Fjárfestar byggja hálendishótel. Fjallkonan komin á Onlyfans. Þetta er stefnulaust samfélag. Það er okkur sjálfum að kenna. Við nennum ekki að hugsa fram í tímann. Þorum ekki að standa vörð um dýrgripi okkar. Setja græðginni mörk. Gera kröfu um að fá tíma til að ræða málin. Það vantar stefnu um vindorku. Stefnu um fiskeldi. Stefnu um gjaldtöku af ferðaþjónustu. Stefnu um landbúnað og landnýtingu. Stefnu um (erlend) uppkaup á almannarýminu. Nú eru kosningar. Þið sem nennið að hugsa og viljið vanda til verka. Gjaldið varhug við flokkum sem ætla að leysa allt strax. Það má vanda sig við ákvarðanir sem hafa áhrif á hag þjóðarinnar um langa framtíð. Höfundur er MSc í hagvísindum.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun