Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar 21. nóvember 2024 14:16 Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar upplifa vanmátt gagnvart stjórnmálunum. Alveg sama hvað maður kýs þá verður útkoman alltaf miðjumoð sem enginn er ánægður með. Nefna má til dæmis stöðuna í vaxtamálum, húsnæðismálin, halla á ríkissjóði og miklar skuldir ríkisins, heilbrigðismálin, stöðu barna sem lent hafa utangarðs, menntamálin, stöðu aldraðra og öryrkja, orkumálin og fleira. Í fyrsta lagi kaupa stjórnmálamenn sér vinsældir fyrir almannafé. Þeir ráða ekki við sig þegar kemur að ríkisútgjöldum með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu. Íslenskir kjósendur hafa tekið þátt í þessu með því að ásælast líka almannafé. Hver einasti sérhagsmunahópur fer á kreik fyrir kosningar og spyr stjórnmálamennina um hvernig skuli staðinn vörður um sérhagsmunina. Ef ekki verður róttæk hugarfarsbreyting þá mun ekkert breytast. Miðjumoðið heldur bara áfram með tilheyrandi verðmætasóun og spillingu. Þeir sem skynja þetta verða að kjósa breytingar. Annars breytist ekki neitt. Í öðru lagi hefur hugsýki herjað á Vesturlönd. Hún nefnist pólitískur rétttrúnaður. Um er að ræða nýmarxíska gervigóðmennsku. Tilfinningarök og dyggðaflöggun „góða fólksins“ eru sett ofar öllu öðru. Helsta birtingarmynd gervigóðmennskunnar er algert óþol fyrir skoðunum sem passa ekki við rétttrúnaðinn ásamt gengdarlausri kröfu um ríkisafskipti, þ.e. valdbeitingu, á öllum sviðum. „Góða fólkið“ stundar góðmennsku sína einatt á kostnað annarra. Þeir sem vilja opin landamæri gætu prófað að spyrja sjálfa sig: Hvað er pláss fyrir marga hælisleitendur heima hjá mér? Þá kæmi líklega annað hljóð í strokkinn. Hvað annað en hugsýki getur útskýrt: að Íslendingar setjist sjálfir á sakamannabekk í loftslagsmálum, til standi að selja orku úr landi um sæstreng, öfgafemínisma, að menn þurfi að sanna sakleysi sitt í fjölmiðlum, áherslu á að kenna börnum hinseginfræði á meðan kristinfræði er bönnuð, að ríkið segi einkaaðilum hvernig þeir megi merkja salerni, undirgefni stjórnmálamanna við alþjóðlegar stofnanir, að hælisleitendur fái betri þjónustu en hjálparþurfi Íslendingar og að tugum milljarða af almannafé sé eytt í vopnakaup, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin? Lýðræðisflokkurinn er eini flokkurinn sem þorir að taka á rót vandans og stinga á þeim kýlum sem þjakað hafa íslenskt samfélag of lengi. Þeir sem eru ekki sofandi verða að kjósa Lýðræðisflokkinn til að sporna við ásókn „góða fólksins“ í almannafé. Gerum Ísland gott aftur! Höfundur er í fyrsta sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Reykjavík suður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun