Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 21. nóvember 2024 12:15 Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og verja réttindi og kjör einyrkja og sjálfstætt starfandi. Staða þess hóps getur verið mjög misjöfn en í mjög mörgum tilfellum er gengið á réttindi þeirra. Einyrkjar og sjálfstætt starfandi sem starfa mikið fyrir stór fyrirtæki eða stofnanir geta oft illa varist sterkri samningsstöðu stóru aðilanna, geta ekki verðlagt sig eftir eigin verðleikum og hafa oftar en ekki litla stjórn á sínum vinnutíma og aðstæðum. Stjórnmálamenn þurfa því að huga sérstaklega að kjörum og aðstæðum þeirra og við í Samfylkingunni höfnum hvers kyns hugmyndum um að einyrkjar og sjálfstætt starfandi séu skattlagðir umfram aðra hópa. Kvikmyndageirinn skiptir landið miklu máli enda mikil verðmætasköpun sem þar fer fram. Við höfum upp á fjölmargt að bjóða sem gerir okkur eftirsótt. Þá er það ekki bara okkar fallega land heldur eru það sérfræðingarnir, kvikmyndagerðarfólkið, sem hafa framúrskarandi hæfileika sem er langstærsti þátturinn sem erlend stórfyrirtæki sækja í. Okkur ber að tryggja þessu frábæra fólki viðunandi starfsaðstæður og starfskjör. Gigg- eða deilihagkerfið hefur sína kosti og galla. Það getur verið eftirsóknarvert að taka upp nýjar aðferðir við atvinnusköpun en sporin hræða. Það er mjög brýnt að tryggja hagsmuni fólksins þegar nýjungar eru teknar upp. Hver tryggir fólki veikindaréttinn þegar þú ert verkefnaráðinn? Hver er uppsagnarfresturinn þinn? Færðu fæðingarorlof og hvernig er með sumarorlofið þitt? Því miður er neikvæða hlið deilihagkerfisins sú að þessir grundvallarþættir eru oft hunsaðir og hreinlega tapast. Það viljum við ekki. Við sem norrænt velferðarsamfélag eigum að styðja hvert annað þegar á reynir. Hvað þarf að gera til að verja stöðu einyrkja og sjálfstætt starfandi? Það þarf að tryggja að ákvæði kjarasamninga verkalýðsfélaga séu virt í einu og öllu og að tekið sé tillit til þeirra réttinda sem kjarasamningar kveða á um. Við þurfum að tryggja að sterkir aðilar geti ekki haft hamlandi áhrif á samkeppni á íslenskum vinnumarkaði. Þá verður að tryggja að samkeppnislög séu virt en ekki á kostnað launafólks, einyrkja eða sjálfstætt starfandi. Styrkja þarf verulega Samkeppniseftirlitið enda er það megin forsenda þess að mögulegt sé að bregðast við grunsemdum um brot á samkeppnislögum að eftirlitið hafi fjármagn og mannafla til að beita sér í þeim málum. Raunin er hins vegar sú að Samkeppniseftirlitið hefur verið fjársvelt á undanförnum árum. Tryggja þarf að einyrkjar og sjálfstætt starfandi einstaklingar geti leitað til aðila sem geta veitt stuðning þegar grunur er um að á þeim sé brotið. Félagsleg undirboð verður að stöðva hvar sem þau er að finna. Stöndum vörð um réttindi fólksins! Höfundur er formaður RSÍ, fyrrv. forseti ASÍ og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar