LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 07:30 Það er ekki útilokað að LeBron James njóti lífsins mun betur án samfélagsmiðla. Getty/Wally Skalij Körfuboltagoðsögnin LeBron James tilkynnti óvænt í gærkvöld að hann væri farinn í hlé frá samfélagsmiðlum, og vísaði í gagnrýni á „neikvæða“ umræðu í bandarískum fjölmiðlum. James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James. NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
James er með um 212 milljónir fylgjenda samanlagt á Instagram og Twitter. Fylgjendur hans munu um ótiltekinn tíma ekki sjá nýjar færslur frá þessum 39 ára gamla leikmanni LA Lakers, sem í haust komst enn á ný í sögubækurnar þegar hann spilaði með syni sínum í NBA-deildinni. James sagðist svo sem ekki mikið um það af hverju hann hefði nú tekið sér hlé, heldur deildi hann færslu frá Rich Kleiman sem lengi hefur verið umboðsmaður Kevins Durant. Í þeirri færslu er sett út á umfjöllun um íþróttir í bandarískum miðlum: „Með allt þetta hatur og neikvæðni í heiminum í dag þá skil ég ekki að sumir af íþróttamiðlunum hér í landi telji best að fjalla um íþróttir út frá neikvæðum sjónarhornum. Mér finnst það algjörlega tilgangslaust,“ stóð í færslu Kleiman. AMEN!! @richkleiman 🫡 pic.twitter.com/OZr9e1CVbY— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 „AMEN!!“ skrifaði James þegar hann deildi færslunni og hann fylgdi því svo eftir með tilkynningu um að hann væri búinn að skrá sig út af samfélagsmiðlum: „Að þessu sögðu þá bið ég að heilsa ykkur öllum! Farinn út af samfélagsmiðlum í bili. Farið vel með ykkur,“ skrifaði James. And with that said I’ll holla at y’all! Getting off social media for the time being. Y’all take care ✌🏾👑— LeBron James (@KingJames) November 20, 2024 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að James tekur sér hlé frá samfélagsmiðlum. Þessi stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi hefur gert það áður en það er þá vanalega með það að markmiði að einbeita sér að körfuboltanum. James hafði gefið í skyn óánægju með gagnrýni fjölmiðla eftir sigur Lakers gegn Utah Jass í fyrrakvöld, þar sem nýliði Los Angeles, Dalton Knecht, skoraði 37 stig. James hrósaði Knecht og sagðist hafa verið meðvitaður um hæfileika hans eftir að hafa fylgst með honum spila fyrir Tennessee í menntaskóla. „Allir á internetinu eru alltaf að kalla mig lygara. Þeir segja að ég ljúgi til um allt. Hvað er ég þá núna? Ég var búinn að segja þetta. Ég fylgdist með honum. Ég fylgdist vel með Tennessee,“ sagði James.
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira