Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar 20. nóvember 2024 07:45 Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Arna Magnea Danks Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Minningardagur trans fólks 2024 Nú stendur yfir alþjóðleg vitundarvakningar vika um málefni trans fólks og á morgun, 20 nóvember, er minningardagur trans fólks þar sem minnst er þeirra sem hafa verið myrt eða fallið fyrir eigin hendi sökum fordóma og haturs. Fólks sem dó fyrir það eitt að falla ekki inn í staðalímynd fjöldans um hvað sé "normal". Fólks sem dó fyrir það eitt að vera fullkomlega sátt við sjálft sig og þorði að vera öðruvísi í heimi sem vill helst að öll falli snyrtilega í ákveðin box. Aldrei áður síðan mælingar hófust, hafa fallið jafn mörg og árið 2023 og nú þegar eru vísbendingar um að þessi tala verði enn hærri í ár, 2024 og hafa samt hvert ár frá Covid verið met ár í voðaverkum gegn trans fólki á heimsvísu, sérstaklega trans konum af frumbyggja ættum, eða öðrum húðlit en hvítum. En hafa ber í huga að þessi tala um ca 300 - 500 einstaklinga á ári er aðeins toppurinn á ísjakanum þar sem aðeins einstaklingar sem hafa á einn eða annan hátt náð að fá staðfest að þau séu trans eru hluti af þessum lista. Einnig þarf að hafa í huga að þetta eru virkilega háar tölur þegar um 0,2 - 0,5% mannkyns er að ræða þegar er verið að fjalla um trans konur sérstaklega, en þær eru sá hluti trans fólks sem eru langoftast myrtar og/eða verða fyrir grófu ofbeldi. https://transrespect.org/en/trans-murder-monitoring/tmm-resources/ Nú stefnir í að það verði sprenging í sjálfsvígum hjá ungu trans fólki í BNA og eru mannréttindasamtök á fullu með herferðir í gangi þar sem þau eru að grátbiðja unga fólkið um að gefast ekki upp. https://www.msnbc.com/top-stories/latest/lgbtq-crisis-hotlines-trump-anti-trans-election-rcna179464 https://apnews.com/article/transgender-rights-trump-title-ix-1b9d3a1d928ea78c21372da63600c6d1 Nokkrir þingmenn Maga hreyfingar Repúblikanaflokksins, hafa nú þegar sagt vera tilbúnir með lagafrumvörp þessi efni að útrýma tilvist trans fólks í lagalegum skilningi (trans fólk verður ekki til lagalega og þar með ekki viðurkennt að trans fólk sé í raun og veru til) og að öll heilbrigðisþjónusta við trans fólk sem á sér stað nú þegar, verði hætt og hægt verði að lögsækja og dæma í fangelsi þá lækna sem sinna heilbrigðisþjónustu við trans fólk. https://translegislation.com/ Við á litla Íslandi erum ekki óhult gagnvart aukningu hægri öfga afla sem vilja feta sama veg og Maga liðið. Lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur Fólksins, hafa lýst yfir því að það þurfi að vinda ofan af "woke vitleysunni" og eiga þar við lagaleg réttindi trans fólks sérstaklega eins og lög um Kynrænt Sjálfræði frá 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum frá 2023 þar sem þingmenn Miðflokks lögðust gegn því að banna bælingarmeðferðir þegar kæmi að trans fólki, með þeim rökum að hugsanlega væri um einstaklinga sem ættu við geðræn vandamál að stríða (trans = geðveiki mýtan sem hefur verið notuð aftur og aftur og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum) sem þyrftu á "sértækri" meðferð að halda. Staðreyndin er sú að trans fólk er fólk eins og annað fólk og við erum að finna í öllum stéttum, öllum þjóðfélagshópum, öllum menningarhópum og í gegnum söguna þá höfum við alltaf verið til. https://www.hrc.org/resources/seven-things-about-transgender-people-that-you-didnt-know Það sem er hins vegar nýtt á nálinni er þetta mikla hatur í garð trans fólks og þá sérstaklega trans kvenna og má algjörlega rekja til pólitíkunnar þar sem viðkvæmur minnihlutahópur hefur verið markvisst notaður til að veiða atkvæði með því að búa til gervi ógn, sem sökum fáfræðis hefur magnast upp í múgsefjun þar sem hið vænsta fólk er farið að trúa að agnarlítill hluti mannkyns sé í raun og veru ógn, þegar raunin er sú að raunverulega ógnin er getuleysi stjórnmálanna til að ráða við og finna lausnir á þeim sameiginlegu vandamálum sem heimsbyggðin öll glímir við á borð við hnatthlýnun. 20 nóvember hvert ár minnumst við trans systkyna okkar sem urðu fórnarlömb fáfræðis, fordóma og haturs og við leyfum okkur að gráta, enn einnig minnast þeirra allra með gleði, því þau voru svo sannarlega ljósálfar í myrkvuðum heimi og svo höldum við, sem enn lifum, áfram að berjast gegn hatrinu, með gleðina og ástina að vopni, því þrátt fyrir allt og alla, þá erum við sem höfum tekist að fara í gegnum allt það ferli sem fylgir því að vera trans, að lifa okkar besta og sannasta lífi. Höfundur er leikkona, áhættu leikstýra, fyrirlesari, kennari og LGBTQIA+ aktivisti.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar