Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Fida Abu Libdeh Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við í einstakri stöðu með okkar náttúrulegu auðlindir til raforkuframleiðslu. Til að tryggja sem besta nýtingu þeirra og stuðla að orkuskiptum er nauðsynlegt að efla flutnings- og dreifikerfið. Með styrkingu þess getum við aukið orkuöryggi, minnkað orkutap og tryggt að auðlindirnar okkar nýtist íbúum og atvinnulífi um land allt. Þó að mikið sé rætt um virkjanakosti og nýtingu auðlinda, er jafn mikilvægt að horfa til þess hvernig raforkan kemst til neytenda um landið. Tapið í kerfinu jafngildir orkuþörf heimila landsins Heimilum landsins, sem nýta einungis um 5% af heildarraforku landsins, verður tryggð öruggari og stöðugri afhending orku með styrkingu flutnings- og dreifikerfisins. Það magn rafmagns sem nú tapast í kerfinu vegna spennuþrepunar frá 220 kV í 130 kV jafnast á við alla orkunotkun heimila landsins. Með þessum breytingum verður ekki aðeins bætt afhending orku, heldur opnast nýir möguleikar fyrir smávirkjanir og nýjar orkutegundir, eins og vindorku, sem gætu stuðlað að enn frekara orkuöryggi og fjölbreyttari lausnum. Kerfisáætlun Landsnets – Skref í átt að sjálfbærni Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, samþykkti nýlega kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2023–2032, sem markar mikilvægt skref í átt að bættu orkuöryggi og sjálfbærni. Áætlunin felur í sér uppfærslu á flutningskerfinu með nýrri kynslóð byggðalínu, þar sem samfelld 220 kV tenging verður frá Hvalfirði, norður um land og inn á Austurlandskerfið. Með þessari nýju tengingu eykst flutningsgeta milli landshluta, truflanir minnka og orkutap vegna spennuþrepunar verður að mestu úr sögunni. Aukin nýsköpun og atvinnuuppbygging um land allt Þessar umbætur gera Ísland betur í stakk búið til að takast á við orkuskipti, sem eru grundvöllur þess að landið verði minna háð innfluttri olíu og eldsneyti. Jafnframt munu breytingarnar hafa víðtæk áhrif á atvinnulíf og nýsköpun um land allt. Með öruggari og stöðugri afhendingu rafmagns verður auðveldara fyrir fyrirtæki að fá stöðugan aðgang að orku, sem er lykill að nýsköpun og þróun í fjölbreyttum atvinnugreinum. Sérstaklega mun þetta hafa jákvæð áhrif á landsbyggðina, þar sem orkuöryggi opnar dyr fyrir ný fyrirtæki og tæknilausnir. Verum ekki háð öðrum auðlindum en okkar eigin Við eigum að treysta á okkar eigin auðlindir og tryggja að þær séu nýttar á sjálfbæran og ábyrgan hátt til hagsbóta fyrir þjóðina. Með orkuskiptum, þar sem áhersla er lögð á endurnýjanlegar orkulindir eins og vatnsafl, jarðvarma og vindorku, getum við minnkað þörfina á innflutningi orkugjafa eins og olíu og jarðgasi. Þetta skref eykur sjálfbærni og dregur úr óvissu sem fylgir því að vera háð erlendum markaðsbreytingum. Mikilvægt er að íslenskar orkuauðlindir séu áfram í eigu og forræði þjóðarinnar, þar sem þær tryggja áreiðanlega og hagkvæma orku fyrir heimili og fyrirtæki. Innviðir eins og Landsvirkjun gegna lykilhlutverki í að viðhalda þessu jafnvægi. Með því að halda eignarhaldi auðlindanna innanlands tryggjum við að arðurinn af nýtingu þeirra nýtist samfélaginu í heild og að ákvarðanir um nýtingu þeirra séu teknar með langtímamarkmið um sjálfbærni að leiðarljósi. Þetta er ekki einungis spurning um orkuöryggi – það er líka spurning um sjálfstæði, samfélagslega ábyrgð í þágu allra landsmanna. Höfundur er orku- og umhverfistæknifræðingur og skipar 4. sæti lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun