Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar 19. nóvember 2024 06:45 Öll vitum við hversu mikilvægar íþróttir og hreyfing eru fyrir heilsuna. Regluleg hreyfing dregur verulega úr hættu á langvinnum sjúkdómum, hefur jákvæð áhrif á geðheilsu, stuðlar að betri svefni og minnkar streitu, svo eitthvað sé nefnt. En ávinningurinn er ekki aðeins heilsufarslegur heldur einnig félagslegur. Íþróttir kenna okkur gildi eins og samvinnu, virðingu og ábyrgð. Þær byggja upp félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að betri samskiptum. Afreksfólk á heimsvísu Um nýliðna helgi varð Sóley Margrét Jónsdóttir heimsmeistari í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki og skráði sig um leið í sögubækurnar sem fyrsti íslenski heimsmeistarinn í kraftlyftingum. Þetta var ekki eina íslenska íþróttaafrekið sem vannst um síðustu helgi því að þau Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza unnu fyrstu verðlaun Íslands í parakeppni á listskautum og eru á leið á EM í janúar. Fyrir fjórum vikum fögnuðu íslenska kvennalandsliðið og blandað lið ungmenna Evrópumeistaratitli í hópfimleikum og í lok október var Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í 22. sæti yfir bestu fótboltakonur heims í kjörinu um Gullboltann. Fjárfest í árangri Þetta eru aðeins nokkur nýleg dæmi um stórkostlegan árangur íþróttafólksins okkar hér á Íslandi. En það er ekki sjálfgefið að ná langt í íþróttum, það kostar blóð, svita og tár – og síðast en ekki síst mjög mikla peninga. Í janúar 2023 setti ég af stað vinnu sem leidd var af Vésteini Hafsteinssyni, sem samhliða var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Hópurinn hafði það hlutverk að leggja fram tillögur sem myndu efla og styrkja íslenskt afreksstarf í sinni víðustu mynd hér á landi og bæta stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Faglegri umgjörð umbylt Fjárframlag til afreksíþrótta verður stóraukið á næsta ári svo að hægt verði að umbylta umgjörð afreksíþróttafólks. Í fjárlögum, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, verður 637 milljónum varið til eflingar afreksíþrótta sem er um það bil tvöföldun á því fjármagni sem áður fór í afreksstarfið. Ný Afreksmiðstöð Íslands mun sjá um að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum í nánu samstarfi við sérsambönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Átta nýjar svæðisstöðvar Afreksmiðstöðin verður í nánu samstarfi við átta nýjar svæðisstöðvar íþrótta um land allt sem þegar eru komnar í gagnið. Svæðisstöðvarnar þjónusta íþróttastarf í sínu nærumhverfi og geta með skilvirkum hætti aukið íþróttaþátttöku barna og ungmenna með sérstakri áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Nýr hvatasjóður barna Nýjum hvatasjóði barna fyrir íþróttahreyfinguna verður falið að deila árlega um 80 milljónum króna til verkefna hjá íþróttafélögunum sem er gagngert ætlað að efla íþróttaþátttöku barna. Stuðningur við yngri landslið Hluta af stórauknu fjárframlagi til afreksíþrótta verður jafnframt varið í að styðja sérstaklega við þátttöku yngri landsliða í landsliðsverkefnum. Íslenskt landsliðsfólk á ekki að þurfa að fjármagna landsliðsferðir með því að selja klósettpappír í bílförmum þrátt fyrir að allar þessar rúllur séu að sjálfsögðu ætíð vel þegnar á heimilum landsins! Ný mannvirki á framkvæmdastigi En landsliðsfólkið okkar á heldur ekki að þurfa að keppa í úreltum mannvirkjum sem mæta ekki alþjóðlegum kröfum. 1.500 milljónir króna fara þannig í uppbyggingu þjóðarleikvanga og er ný Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal komin á hönnunar- og framkvæmdastig. Endurbætur á Laugardalsvelli eru hafnar og nýr þjóðarleikvangur í frjálsíþróttum í Laugardal er sömuleiðis í undirbúningi. Greiðum leiðina Á næstu dögum mun stór hluti þjóðarinnar hvetja íslenska kvennalandsliðið í handbolta til dáða þegar þær hefja leik á EM. Landsliðskonurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í að komast á þetta stóra svið. Það er góð áminning fyrir okkur að það dugir ekki bara að hvetja okkar besta íþróttafólk áfram þegar markmiðunum er náð. Það þarf að styðja þau á vegferðinni og búa til faglega umgjörð svo leiðin verði greiðari. Betri framtíð án lakkríssölu Með aukinni fjárfestingu í afreksíþróttum tryggjum við ekki aðeins betri framtíð þeirra sem keppa á stærsta sviðinu. Við búum líka til umgjörð fyrir íþróttasamfélagið allt og sýnum börnunum okkar að það er hægt að stefna á toppinn og vinna gullið – og það án þess að þurfa að selja klósettpappír og lakkrís í kílóavís til að komast í landsliðsverkefni. Ekki bara loforð heldur aðgerðir Ég er stoltur af því að geta staðið við góðar fyrirætlanir með því að taka til aðgerða og hefja framkvæmdir. Þetta ferðalag er rétt að byrja og mig langar að halda áfram að byggja upp öfluga íþróttamenningu á Íslandi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Íþróttir barna Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Öll vitum við hversu mikilvægar íþróttir og hreyfing eru fyrir heilsuna. Regluleg hreyfing dregur verulega úr hættu á langvinnum sjúkdómum, hefur jákvæð áhrif á geðheilsu, stuðlar að betri svefni og minnkar streitu, svo eitthvað sé nefnt. En ávinningurinn er ekki aðeins heilsufarslegur heldur einnig félagslegur. Íþróttir kenna okkur gildi eins og samvinnu, virðingu og ábyrgð. Þær byggja upp félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og stuðla að betri samskiptum. Afreksfólk á heimsvísu Um nýliðna helgi varð Sóley Margrét Jónsdóttir heimsmeistari í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki og skráði sig um leið í sögubækurnar sem fyrsti íslenski heimsmeistarinn í kraftlyftingum. Þetta var ekki eina íslenska íþróttaafrekið sem vannst um síðustu helgi því að þau Júlía Sylvía Gunnarsdóttir og Manuel Piazza unnu fyrstu verðlaun Íslands í parakeppni á listskautum og eru á leið á EM í janúar. Fyrir fjórum vikum fögnuðu íslenska kvennalandsliðið og blandað lið ungmenna Evrópumeistaratitli í hópfimleikum og í lok október var Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í 22. sæti yfir bestu fótboltakonur heims í kjörinu um Gullboltann. Fjárfest í árangri Þetta eru aðeins nokkur nýleg dæmi um stórkostlegan árangur íþróttafólksins okkar hér á Íslandi. En það er ekki sjálfgefið að ná langt í íþróttum, það kostar blóð, svita og tár – og síðast en ekki síst mjög mikla peninga. Í janúar 2023 setti ég af stað vinnu sem leidd var af Vésteini Hafsteinssyni, sem samhliða var ráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Hópurinn hafði það hlutverk að leggja fram tillögur sem myndu efla og styrkja íslenskt afreksstarf í sinni víðustu mynd hér á landi og bæta stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Faglegri umgjörð umbylt Fjárframlag til afreksíþrótta verður stóraukið á næsta ári svo að hægt verði að umbylta umgjörð afreksíþróttafólks. Í fjárlögum, sem samþykkt voru á Alþingi í gær, verður 637 milljónum varið til eflingar afreksíþrótta sem er um það bil tvöföldun á því fjármagni sem áður fór í afreksstarfið. Ný Afreksmiðstöð Íslands mun sjá um að efla faglega umgjörð afreksstarfs á sem flestum sviðum í nánu samstarfi við sérsambönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Átta nýjar svæðisstöðvar Afreksmiðstöðin verður í nánu samstarfi við átta nýjar svæðisstöðvar íþrótta um land allt sem þegar eru komnar í gagnið. Svæðisstöðvarnar þjónusta íþróttastarf í sínu nærumhverfi og geta með skilvirkum hætti aukið íþróttaþátttöku barna og ungmenna með sérstakri áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Nýr hvatasjóður barna Nýjum hvatasjóði barna fyrir íþróttahreyfinguna verður falið að deila árlega um 80 milljónum króna til verkefna hjá íþróttafélögunum sem er gagngert ætlað að efla íþróttaþátttöku barna. Stuðningur við yngri landslið Hluta af stórauknu fjárframlagi til afreksíþrótta verður jafnframt varið í að styðja sérstaklega við þátttöku yngri landsliða í landsliðsverkefnum. Íslenskt landsliðsfólk á ekki að þurfa að fjármagna landsliðsferðir með því að selja klósettpappír í bílförmum þrátt fyrir að allar þessar rúllur séu að sjálfsögðu ætíð vel þegnar á heimilum landsins! Ný mannvirki á framkvæmdastigi En landsliðsfólkið okkar á heldur ekki að þurfa að keppa í úreltum mannvirkjum sem mæta ekki alþjóðlegum kröfum. 1.500 milljónir króna fara þannig í uppbyggingu þjóðarleikvanga og er ný Þjóðarhöll í innanhúsíþróttum í Laugardal komin á hönnunar- og framkvæmdastig. Endurbætur á Laugardalsvelli eru hafnar og nýr þjóðarleikvangur í frjálsíþróttum í Laugardal er sömuleiðis í undirbúningi. Greiðum leiðina Á næstu dögum mun stór hluti þjóðarinnar hvetja íslenska kvennalandsliðið í handbolta til dáða þegar þær hefja leik á EM. Landsliðskonurnar eiga það allar sameiginlegt að hafa lagt líf og sál í að komast á þetta stóra svið. Það er góð áminning fyrir okkur að það dugir ekki bara að hvetja okkar besta íþróttafólk áfram þegar markmiðunum er náð. Það þarf að styðja þau á vegferðinni og búa til faglega umgjörð svo leiðin verði greiðari. Betri framtíð án lakkríssölu Með aukinni fjárfestingu í afreksíþróttum tryggjum við ekki aðeins betri framtíð þeirra sem keppa á stærsta sviðinu. Við búum líka til umgjörð fyrir íþróttasamfélagið allt og sýnum börnunum okkar að það er hægt að stefna á toppinn og vinna gullið – og það án þess að þurfa að selja klósettpappír og lakkrís í kílóavís til að komast í landsliðsverkefni. Ekki bara loforð heldur aðgerðir Ég er stoltur af því að geta staðið við góðar fyrirætlanir með því að taka til aðgerða og hefja framkvæmdir. Þetta ferðalag er rétt að byrja og mig langar að halda áfram að byggja upp öfluga íþróttamenningu á Íslandi. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun