Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 07:17 Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Traust og trúverðugleiki Kjósendur þurfa nú að vega og meta hverjum er best treyst fyrir stjórn landsins og hvernig samfélagi þeir vilja búa í á komandi árum. Kjósendur eru í raun að taka frambjóðendur flokka í atvinnuviðtöl og ráða síðan í framhaldinu í vinnu með almannahagsmuna að leiðarljósi næstu fjögur árin. Fögur loforð eða efndir Stefnumál og áherslur flokka spanna breitt svið frá vinstri til hægri og allt þar á milli. Það eru fjölbreytt viðfangsefni hverju sinni sem kalla á fjölbreyttar lausnir sem ekki er alltaf hægt að flokka í hólf vinstri eða hægri heldur hvort unnið er í þágu almannahagsmuna eða sérhagsmuna peningaaflanna. Reynslan sýnir að flokkar sem komast til valda missa oft sjónar á erindi sínu og efndum við kjósendur sína og stefnu. Margar eru nefndirnar og litlar eru efndirnar. Það á enginn neitt í pólitík Í okkar lýðræðisþjóðfélagi er mikilvægt að gefa flokkum tækifæri á að sýna framá hvort þeim sé treystandi í það ábyrgðarhlutverk að stjórna landinu og koma sínum stefnumálum í framkvæmd. Það er að sjálfsögðu vitað að alltaf þarf að málamiðla en forgangsmál og áherslur flokkanna skipta miklu þegar við göngum til kosninga. Ferilskrá síðustu ríkisstjórnar liggur fyrir þar sem margt hefur farið úrskeiðis og klúðrast sem bitnað hefur harkalega á kjörum almennings þó ekki sé allt sem gert hefur verið ómögulegt svo nokkurrar sanngirni sé gætt. En trúverðugleikinn er horfinn og því þurfa stjórnmálamenn að horfast í augu við það ef endurheimta á traust. Gefum Flokki fólksins tækifæri Flokkur fólksins var stofnaður af hugsjónakonunni Ingu Sæland sem fékk gott fólk með sér í lið til að berjast gegn fátækt og fyrir réttlæti fyrir þá sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi. Flokkur fólksins byggir á réttlæti og bættum kjörum almennings og byggðanna í landinu og boðar að allir fái sömu tækifæri óháð efnahag og búsetu. Flokkur fólksins vill að íbúar njóti auðlinda landsins til sjávar og sveita og berst gegn því að auðlindirnar safnist á fárra manna hendur eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Hverjir eru „alvöruflokkar“ Það er undirliggjandi hroki sumra gagnrýnenda að afgreiða suma flokka sem einsmálsflokka eða ekki „alvöruflokka“. Það er nauðsynlegt að byggja á fjölbreyttri flóru í stjórnmálum og allir hafa eitthvað til síns máls en enginn á neitt í pólitík því „verkin sína merkin“. Í stefnuáherslum Flokks fólksins er m.a. lögð áhersla á efnahagsmál, heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál, velferðarmál og auðlindamál, svo eitthvað sé nefnt. Eitt útilokar ekki annað og fjölbreyttur hópur frambjóðenda Flokks fólksins endurspeglar sterkar skoðanir þeirra á þjóðmálum, landi og þjóð til heilla. Flokkur fólksins er klár í ríkisstjórn Flokkur fólksins hefur vaxið á undanförnum árum og verið öflugur við að leggja fram þingmál til að bæta kjör almennings. Flokkurinn hefur haft áhrif með framgöngu sinni og hefur komið málum í framkvæmd sem snúa að kjörum almennings, aldraðra og öryrkja og þingmenn flokksins eru öflugir talsmenn sjávarbyggðanna í þingsal. Rödd Flokks fólksins á fullt erindi inn í næstu ríkisstjórn sem vonandi verður byggð á félagslegu réttlæti og almannahagsmunum og séð verði til þess að spillingu og sérhagsmunagæslu verði úthýst. Höfundur skipar 2. sæti Flokks fólksins Norðvesturkjördæmi.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun