Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 22:34 Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Íslensk tunga Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Á hverju ári, þann 16. nóvember, fögnum við Íslendingar Degi íslenskrar tungu. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur til þess að heiðra minningu Jónasar Hallgrímssonar, skálds og náttúrufræðings, en einnig árleg áminning um mikilvægi þess að varðveita íslenska tungu í nútímasamfélagi. Tungumálið er nefnilega ekki aðeins samskiptatæki heldur lykill að menningu, sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Mikilvægi íslenskrar tungu Íslenskan er eitt elsta lifandi tungumál í Evrópu og hefur varðveist með ótrúlega litlum breytingum í yfir þúsund ár. Hún er burðarásinn í menningu okkar og sögu, tengir okkur við forfeður okkar og viðheldur sérstöðu okkar í hnattvæddum heimi. Tungumálið er einnig grundvöllur fyrir sköpun og listir, hvort sem er í bókmenntum, tónlist eða öðrum listgreinum. En í heimi þar sem enskan er orðin alþjóðlegt samskiptamál og tækniframfarir gera tungumálaskipti auðveldari en nokkru sinni fyrr, stendur íslenskan frammi fyrir áskorunum. Ungt fólk notar ensku æ meir í daglegu lífi, bæði í leik og starfi, og tölvur og tæki tala oft frekar ensku en íslensku. Þetta getur leitt til þess að íslenskan verði jaðarsett og missi hlutverk sitt í samfélaginu. Aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Til að bregðast við þessum áskorunum lagði menningar- og viðskiptaráðherra fram nýja aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu fyrir árin 2023–2026 og ég fékk til umfjöllunar sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Áætlunin felur í sér 19 aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Helstu atriði aðgerðaáætlunarinnar eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur sem felur í sér aukið aðgengi að íslenskunámi á vinnustöðum með áherslu á starfstengdan orðaforða og talþjálfun. Þá er lögð áhersla á bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, virkjun Samevrópska tungumálarammans, bætt aðgengi að fjarnámi, aukin textun og talsetning á íslenska og framtíð máltækni fyrir íslensku. Aðgerðaáætlunin er viðurkenning á því að varðveisla íslenskrar tungu er ekki sjálfgefin. Hún krefst meðvitaðrar stefnumótunar og samstillts átaks stjórnvalda, stofnana, atvinnulífs og almennings. Með því að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur, líkt og ég hef undirstrikað með þingsályktunartillögu minni um móttökuskóla og samræmda tungumálakennslu fyrir innflytjendur, stuðlum við að betri aðlögun og inngildingu þeirra í samfélagið. Með því að nýta máltækni tryggjum við að íslenskan haldi velli í stafrænum heimi. Og með því að auka sýnileika íslenskunnar í almannarými og fjölmiðlum styrkjum við stöðu hennar sem lifandi tungumáls. Hlutverk okkar allra Varðveisla íslenskrar tungu er sameiginlegt verkefni. Foreldrar geta stuðlað að málþroska barna sinna með því að lesa fyrir þau á íslensku og hvetja þau til að nota tungumálið. Skólar og kennarar geta lagt áherslu á fjölbreytta og lifandi íslenskukennslu. Fjölmiðlar og fyrirtæki geta valið íslenskuna í allri sinni starfsemi og þannig gert hana sýnilegri í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu er áminning um mikilvægi tungumálsins okkar og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Nauðsynlegt er að íslenskan þróist áfram í takt við tækni og þróun samfélagsins, án þess þó að glata sérkennum sínum. Til að ná árangri og varðveita tungumálið okkar þurfum við öll að leggja okkar af mörkum. Með sameiginlegu átaki getum við tryggt að íslenskan haldi áfram að vera lifandi og þróttmikið tungumál, sem endurspeglar menningu okkar, sögu og sjálfsmynd fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun