Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. nóvember 2024 17:18 Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna? Hvernig í ósköpunum á Viðreisn með 1 mann í borgarstjórn, af 23, og 5 á þingi, í stjórnaraðstöðu - ekki í ríkisstjórn, án ráðherra - að bera ábyrgð á verðbólgunni á Íslandi!? Ég verð bara að segja, Hjörtur J., þú mátt skammast þín fyrir svona ómerkilegan málflutning, því þú veizt auðitað miklu betur en svo. Sök Viðreisnar á, annars vegar, að vera sú, að borgarstjórn Reykjavíkur hafi úthlutað of fáum lóðum síðustu árin, og, að það hafi leitt til lóðarskorts, sem aftur hafi leitt til verðbólgu. Um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar má eflaust deila, hvort hér hafi verið staðið vel að verki, eða ekki, en í borgarstjórn eru 23 fulltrúar, þar af á Viðreisn 1. Skyldi einhverjum öðrum en Hirti J. detta í huga, og reyna að fullyrða, að þessi eini fulltrúi Viðreisnar, af 23, skuli ráða þar öllu um lóðaframboð!?? Önnur eins firra. Annað mál er það, að það er margt annað, sem hefur tafið fyrir byggingu húsnæðis í Reykjavík og annars staðar, en lóðaframboð. Margir hafa fengið lóðir, hefðu getað byggt, en treystu sér ekki í það vegna okurvaxta Seðlabanka og ríkisstjórnar. Dæmi eru um, að lóðir, sem búið var að úthluta hafi staðið í ónýttar árum saman, vegna vangetu byggingarverktaka til framkvæmda. Hins vegar fullyrðir Hjörtur J., að verðbólgan hér sé innflutt frá Evrópu, frá Evrópusambandinu, og, að Viðreisn beri ábyrgð á því!!?? Þessi drengur hlýtur að hafa gengið illilega á ljósastaur, eða runnið til í bleytu, og lamið hausnum utan í gangstéttarkant, og snarruglast. Sennilega átti óhappið sér stað fyrir nokkru, en í stað bata, hefur drengnum því miður bara hrakað. Eiginlega sorglegt. Verðbólga í Evru-löndunum 26 var í september 1,7%, á Íslandi er hún 5,1%. Hvernig geta Íslendingar þá verið að flytja inn verðbólgu frá Evrópu? Verðbólgan var hærri í Evrópu fyrir 1-2 árum. Það gerðist í framhaldi af árás Pútíns á Úkraínu - skyldi Viðreisn hafa stjórnað henni - og þau viðbrögð vestrænna ríkja, að hætta þá sem mest viðskiptum við Rússland með olíu og gas. Það bar brátt að og leiddi tímabundið til verulegra hækkana á olíu, bensíni og gasi, sem aftur kynnti upp verbólguna, meðan Evrópa var að finna sér aðra orkubirgja, en það er nú löngu afstaðið. Verðbólga í Evru-löndum í september, sem sagt, 1,7% og 2,1% í öllu ESB. Hjörtur J. er einn þeirra, sem veit ýmislegt vel, en hagræðir því sínum málflutningi til stuðnings, bútar í sundur, endurraðar, umbreytir og rangfærir, í trausti þess, að lesendur viti lítið um málið og trúi honum. Fyrir mér ljótur leikur, en ég hygg, að margur lesandinn sé betur að sér, en Hjörtur heldur, sjái í gegnum þennan ljóta leik og átti sig á, hvað satt er og rétt. „Fake News“, „Fake Stories“, eru, hvað sem því líður, stórfellt og hættulegt vandamál okkar tíma. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar