Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 14:45 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun