Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 14:45 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í Bónus í hverfinu mínu. Þá snéri maður sér að mér og spurði hvort ég gæti hjálpað sér. Er eitthvað sem þú finnur ekki? spurði ég á móti. Þetta var maður um sjötugt, síðskeggjaður og nokkuð tekinn í andliti. Mér sýndist hann ekki líklegur til að fara oft í matvörubúðir. En nei, það var ekkert sem hann var að leita að. Hann benti á innkaupakörfu sem hann hélt á og spurði hvort ég væri tilbúinn að borga þessar vörur fyrir sig. Síðan kom skýringin: Hann lifði á lífeyri frá Tryggingastofnun. Hann nefndi ekki upphæðina sem hann fengi þaðan á mánuði en hún hefur sjálfsagt verið um 300.000 kr. Sú upphæð entist ekki út mánuðinn að þessu sinni svo að hann hafði farið í bankann og óskað eftir láni fyrir mat. Bankinn hafnaði ósk hans á þeirri forsendu að hann skuldaði 50.000 kr. í skatt. Ég varð hálf hvumsa yfir þessari ósk, að greiða matarkörfuna, hafði ekki fengið slíka áður, en samþykkti beiðni hans. Hann skyldi bara bíða við afgreiðslukassann meðan ég sækti þær vörur sem mig vantaði. Þegar ég kom að kassanum stóð hann þar, greinilega óöruggur með sig. Ég ítrekaði að ég skyldi greiða fyrir vörurnar sem hann var með og hann þakkaði mér innilega fyrir það með handabandi. Meðan verið var að afgreiða okkur þakkaði hann mér tvisvar sinnum í viðbót með handarbandi. Þegar við vorum búnir að setja vörurnar í innkaupapoka ætlaði hann að gera það í fjórða skipti en þá sagði ég að hann væri búinn að þakka mér nógu oft. Mér sýndist hann ekki aðeins vera þakklátur fyrir þetta smáræði, hann hefði einnig þurft að kyngja stolti sínu til að þiggja aðstoðina. Ég tek fram að ég þekki þennan mann ekki og veit ekkert um hans hagi. Hann var í fremur snjáðum fötum en ekki óhreinum og virtist ekki vera í óreglu. Hann hafði einfaldlega ekki efni á að kaupa mat fyrir sig. Þetta vakti mig til meðvitundar um að á Íslandi er enn umtalsverður hópur fátæks fólks. Sumir geta ekki farið til læknis, aðrir geta ekki gefið börnum sínum jólagjafir og þar fram eftir götunum. Ég veit ekki hve hátt hlutfall landsmanna þetta er, ætti náttúrlega að kynna mér það, en það er varla undir 10%. Þetta er stolt fólk sem kærir sig ekki um að auglýsa örbirgð sína og vera litið hornauga fyrir bragðið. Fátækt er líka sárasjaldan nefnd í núverandi kosningabaráttu, það er eins og jafnaðarstefna hafi fokið út í hafsauga. Fátæktin er ljótur blettur á samfélagi okkar sem telst með þeim ríkustu í heiminum. Við skulum afnema hana. Sá flokkur sem ég tel vænlegastan til að vinna gegn fátækt og stuðla að auknum jöfnuði í landinu er Sósíalistaflokkurinn og þess vegna mun ég kjósa hann. Höfundur er sagnfræðingur.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun