Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar 16. nóvember 2024 07:01 Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nú heyrum við oddafólk á listum til Alþingiskosninga síendurtekið víkja sér undan að svara erfiðum og áleitnum spurningum um hvar hinir ráðandi standa í rimmu almennings við stjórnvöld. Rimmu sem hverfist um vexti, verðbólgu og síðast en ekki síst, heimilin í landinu. Sem fjölmiðlamaður hef ég starfað við að spyrja stjórnmálahöfðingja um viðbrögð við vaxtastiginu hér á Djöflaeyjunni undangengin misseri. Ef þingmenn Flokks fólksins og einstaka þingmenn aðrir eru undanskildir hafa málsvarar hins skulduga almennings í hópi þingmanna verið harla fáir. Furðulítið hefur verið um gagnrýni botnlausra vaxtahækkana og tregðu til að lækka þá aftur innan veggja Alþingis. Ítrekuð mistök Seðlabankans Vandi hinna skuldugu og eignalitlu hér á landi er að slektið í Seðlabankanum er af svipuðu sauðahúsi og menn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð. Slektið tekur pólitískar ákvarðanir sem markast af elítísku viðhorfi til ólíkra hópa samfélagsins, þar sem aðeins er borin virðing fyrir sumum okkar. Vaxtastefna Seðlabankans hefur verið á skjön við alla aðra seðlabanka. Samt hefur Seðlabankinn varla mætt nokkurru gagnrýni af hálfu hins pólitíska meirihluta á Alþingi. Ítrekuð mistök bankans hafa valdið almenningi tjóni og stórskaðað þjóðarhag, líkt og Stefán Ólafsson prófessor emeritus hefur ítrekað skrifað um án þess að hrakið hafi verið. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur síendurtekið reynt að verja óverjandi ákvarðanir hafa fæstir þingmenn hins fallna meirihluta tekið sér stöðu með fólki sem stríðir við greiðsluvanda, hinum grálúsuga eignalitla almenningi sem á ekkert gott skilið en vann sér þó ekki annað til sakar en að gera það sem hin fallna ríkisstjórn sagði almenningi að gera: Að fjárfesta eftir föngum í steypu. Því framvegis yrði Ísland land lágvaxtanna. Er hægt að treysta fólki sem aðeins korteri fyrir kosningar heitir breytingum sem raunverulega bæti hag hins óinnvígða almennings? En vill þó ekki sýna nema að litlu leyti á spilin. Um stöðu leigjenda og mannvonsku sem felst í því að ríkisstjórnin hafi ekki komið á leiguþaki segir jafnvel enn stærri sögu um viðhorf hinna ráðandi. Ömurlega sögu um viðhorf gagnvart þeim hópum sem hafa minnst milli handanna. Hvað skyldi þessu fólki í raun finnast um öryrkja, aldraða, sjúka og fátæka? Eitt land, einn Bjarni, tvær þjóðir Ofurvextir hafa um allt of langt skeið nagað upp og eytt þeirri litlu eign sem sumar fjölskyldur höfðu áður náð að nurla saman í húsnæði með harðfylgi og þrautseigju. En aldrei höfum við þó hin síðari ár séð oddvita flokkanna taka utan um eigin þjóð í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna oh hugga landsmenn. Aldrei horfði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra djúpt í augun á þjóð sinni og sagði: „Við vitum að sultaról skuldugra er í botni, þið eigið bágt, við vitum að það sem við hafið lagt á ykkur okkar vegna er óverjandi en við vonum að það sé aðeins tímabundið.“ Bjarni talar bara til auðmagnseigenda, atvinnurekenda og flokksmanna. Hann talar til þeirra sem eiga landið og miðin. Sum börn geti frosið úti Stóra verkefnið nú er að setja framtíð komandi kynslóða á oddinn í kosningabaráttunni. Að það skuli nánast alfarið ráðast af efnahag foreldra hvaða íslensku börn muni fá þak yfir höfuðið í framtíðinni er svo rosalegt að það hvarflar að manni að efnahagsleg stéttaskipting hafi beinlínis verið sett á dagskrá. Auðvitað spilar inn í að sum sveitarfélög hafa staðið sig afar illa í að brjóta land, skaffa lóðir og taka utan um íbúana með sama hætti og ráðherrar hefðu átt að gera. En ætlum við virkilega að umbera það að fjölda íslenskra barna sé sagt að éta það sem úti frýs, að fjölda barna sé ekki til búsetu boðið í eigin landi? Að efnahagur foreldra ráði öllu um hvaða börn eiga skilið að búa í okkar fallega landi, er ekki ólíkt því ef ráðamönnum dytti í hug að útdeila neysluvatni eða súrefni til borgaranna eftir efnahag. Hvernig myndi Seðlabankinn bregðast við því? Hverjr eru traustsins verðir? Ef áfram verður aðeins hugað að útsæði hinna ríku og ráðandi, verður venjulegu ungu fólki sá nauðugur kostur einn að flýja unnvörpum til útlanda. Enda er landflóttinn hafinn og mun að óbreyttu fara vaxandi. Stöndum með þeim sem hafa sýnt að verðskuldi traust almennings. Kjósum þá fulltrúa sem raunverulega huga að hagsmunum almennings. Upp er runninn tími þeirra sem sætta sig ekki lengur við að greiða okurleigu fyrir ömurlegt húsnæði, þeirra sem glíma við stökkbreytt lán, þeirra sem eiga ekki annað en baráttugleðina, hugrekkið og sjálfsvirðinguna í brjósti. Setjum x við breytingar 30. nóvember næstkomandi. Færum fólkinu á ný það sem fólkið á skilið. Höfundur er blaðamaður og höfundur spillingarsögunnar Besti vinur aðal og skipar þriðja sætið hjá Flokki fólksins í Reykjavík norður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun