Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:02 Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Sjá meira
Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skulu örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, en þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessi regla var upphaflega leidd í lög árið 1997 með því markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Eins og kom fram í þingræðu þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, átti viðmiðunin að vera við laun. En svo var annar varnagli settur á svo að ef laun hækka minna en verðlag vísitölu neysluverðs þá væri hægt að miða við hærri töluna. Það er þó ljóst að framkvæmdin hefur verið allt önnur. Meginreglan virðist vera sú að vísitölu neysluverðs sé fylgt þó að hún hækki mun minna en vísitölur launa. Þetta hefur því leitt til kjaragliðnunar á milli örorku- og ellilífeyris almannatrygginga annars vegar og launaþróunar hins vegar. Eins og kom fram í umsögn ÖBÍ réttindasamtaka, sem barst í desember 2022, við frumvarp Flokks fólksins um lagfæringu á þessu kerfi, þá vantar tæpar 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris þar sem ekki hefur verið miðað við almenna launaþróun, og það er kjaragliðnun sem átti sér stað á árunum 2007-2022 - síðan eru liðin tvö ár og eflaust er því bilið breiðara í dag. Alltaf er tekið af þeim sem síst skyldi og minnst hafa. Það er brýn þörf á að leiðrétta 62. gr. (áður 69. gr.) almannatryggingalaganna þannig að lögin tryggi með viðhlítandi hætti að kjör lífeyrisþegar fylgi launaþróun. Við í Flokki fólksins ætlum að tryggja að það verði aldrei geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna sem ráði því hvort greiðslur til almannatryggingaþega fylgi launaþróun eða vísitölu neysluverðs. Flokkur fólksins mun bæta hag almennings og þeirra sem bágast standa í samfélaginu. Það er komið að þér Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í suðvesturkjördæmi
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun