Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Árni Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2024 21:29 Kristófer Acox var í þjálfarastólnum í kvöld og er með 100% sigurhlutfall í því hlutverki Vísir / Pawel Cieslikiewicz Kristófer Acox var í hlutverki þjálfara í kvöld þegar Valur tók á móti KR í fjarveru Jamil Abiad sem var veikur í dag. Valur vann sigur á KR og má telja að hann hafi verið mjög mikilvægur upp á sálarlíf Íslandsmeistaranna. Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“ Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort sigurinn hafi ekki verið sálarnærandi fyrir Valsmenn. „Þetta var heldur betur góður sigur. Við þurftum á honum að halda enda búið að vera smá lægð hjá okkur og við töluðum um það fyrir leik að við vildum fara inn í hléið með sigur á bakinu í staðinn fyrir fimmta tapið.“ Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir heimamenn en KR leiddi 27-20 eftir fyrsta leikhluta og var leikur Valsmanna eiginlega í molum. Hvað breyttist að hans mati? „Orkustigið held ég. Smá einbeiting líka. Við höfum verið að byrja í algjöru þroti og lenda mikið undir og ég veit ekki alveg hvað það er. Það er eins og við séum ekki nógu vel tengdir þegar við byrjum leikina. Við náum samt oftast að koma okkur inn í leikinn og í dag héldum við sjó. Náðum að loka fyrri hálfleiknum mjög vel og tengdum það yfir í seinni hálfleikinn. Tökum yfir leikinn í seinni hálfleik.“ Kristófer talaði um að nýta hléið vel þagar hann var spurður að því hvernig væri hægt að halda sama takti og Valur sýndi á löngum köflum í dag. „Við þurfum bara að halda áfram. Við þurfum að nýta hléið vel í að koma Bruno, sem er nýr leikmaður, betur inn í þetta og æfa eins og skepnur. Þetta er langt tímabil en við vildum óska þess að vera í betri stöðu núna en það er bara nóvember enn þá og við höfum nægan tíma til að laga þetta. Það gerist ekki að sjálfu sér og við verðum að nýta hverja einustu æfingu, við getum byggt ofan á það jákvæða í dag og ef við höldum þessu áfram þá held ég að við séum í allavega ágætum málum.“ Það stóð ekki á svörum þegar Kristófer var spurður að því hvað kæmi til þess að hann væri í þjálfarastólnum. „Ég bara ákvað að reka Jamil“, sagði Kristófer hlæjandi áður en hann hélt áfram. „Nei nei, hann er veikur. Hann ætlaði að reyna að keyra á þetta en við sögðum honum bara að vera heima og jafna sig. Ég og Finnur tókum þetta að okkur. Ég þekki þennan hóp eins og handarbakið á mér. Þess vegna var auðvelt fyrir mig að stíga inn í þetta, ég er duglegur að öskra á þá á æfingum þó ég hafi ekki mikla reynslu af kerfunum eða svoleiðis. Þetta virkaði allavega í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður að því hvenær við fengjum að sjá hann á gólfinu spila körfubolta. „Vonandi sem fyrst. Þetta gengur vel og allt á réttri leið en það verður aldrei fyrr en eftir áramót.“
Valur Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31 Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Fótbolti Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Valur og KR mættust í kaflaskiptum leik í 7. umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í N1 höllinni fyrr í dag. KR byrjaði mun betur en frábær þriðji leikhluti dugði Val til að innbyrða 101-94 sigur eftir æsilegar lokamínútur. 14. nóvember 2024 18:31