Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 14. nóvember 2024 08:31 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Eldri borgarar Samfylkingin Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Allt ber að sama brunni. Við okkur blasir algjört úrræða- og getuleysi Sjálfstæðisflokksins og fylgitungla hans á síðustu sjö árum. Langur vegur frá orðum til gjörða Verkleysi fráfarandi ríkisstjórnar hefur meðal annara bitnað illilega á innviðum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar sýna verkin merkin. Ríkisstjórnin sjálf setti sér það markmið að fjölga hjúkrunarrýmum um rúmlega 700 en á sjö ára starfstíma hennar hefur þeim einungis fjölgað um rétt rúmlega 200. Það vantar því 500 rými til þess að markmiðinu sé náð. Hann er langur vegurinn hjá ríkisstjórnarflokkunum frá orðum til gjörða. Óboðleg þjónusta og sóun á skattfé Sleifarlag fráfarandi ríkisstjórnar í uppbyggingu hjúkrunarrýma og fjármögnun heimahjúkrunar veldur því að eldra fólk er geymt á göngum sjúkrahúsa. Það er óboðleg þjónusta en það er líka sóun á skattfé almennings. Legurými á sjúkrahúsi er dýrasta úrræðið sem völ er á innan heilbrigðiskerfisins sem þýðir að fjárfesting í heimaþjónustu og fjölgun hjúkrunarrýma mun leiða til sparnaðar í kerfinu í heild - og augljóslega til betri þjónustu fyrir eldra fólk. Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Samfylkingin ætlar að leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, þjóðarátak sem grundvallast á virðingu fyrir eldra fólki þannig að það geti lifað lífi sínu með reisn. Eldra fólk og aðstandendur þess á að upplifa öryggi þegar það leitar til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustunnar en ekki öryggisleysi. Samfylkingin er með plan í þessum málum eins og öðrum mikilvægum málum. Við ætlum að setja viðkvæmasta hópinn í forgang með áherslu á öfluga heimaþjónustu og ætlum í þjóðarátak á uppbyggingu og fjármögnun hjúkrunarrýma fyrir þau sem ekki geta búið heima. Mikilvægast er að stjórnvöld viðurkenni að þetta kostar fjármuni og útheimtir pólitíska forgangsröðun. Nánar er hægt að lesa um örugg skref okkar í heilbrigðis- og öldrunarmálum hér https://xs.is/orugg-skref Samfylkingin og almannahagsmunir eða Sjálfstæðisflokkur og sérhagsmunir Eftir sjö ár þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af ráðið ferðinni í ríkisfjármálunum er þörf á uppfærslu í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Samfylkingin er tilbúin að ganga í verkin. Valkostirnir í þessum kosningum gætu ekki verið skýrari; áframhaldandi glundroði og úrræðaleysi Sjálfstæðisflokksins, þar sem almannahagsmunir láta ávallt í minni pokann fyrir sérhagsmunum, eða stefnufesta og skýrt plan Samfylkingarinnar með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar með almannahag að leiðarljósi. Veiti kjósendur okkur umboð í kosningunum 30. nóvember nk. þá er Samfylkingin tilbúin að taka við stjórn landsins undir traustri forystu Kristrúnar Frostadóttur og þá munum við leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks og láta verkin tala í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun