Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar 14. nóvember 2024 07:33 Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Umhverfismál Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á umhverfisdegi atvinnulífsins komu saman yfir 300 fulltrúar frá um 200 fyrirtækjum. Þegar þátttakendur voru beðnir um að forgangsraða helstu áherslum í umhverfis- og loftslagsmálum fyrir komandi kosningar, voru hvatar til grænna fjárfestinga efstir á baugi. Skilaboðin voru skýr - jákvæðir hvatar, ekki þvinganir, eru leiðin að árangri, því það er jú þannig að íslenskt atvinnulíf vill halda áfram að vera leiðandi og leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Því miður virðist áhersla stjórnvalda í loftslagsmálum enn í of miklum mæli beinast að þvingunum og kvöðum. Sem dæmi er í uppfærðri aðgerðaáætlun í loftslagsmálum gert ráð fyrir að þrír fjórðu af árangrinum komi frá bönnum og kvöðum. Þessi nálgun er líkleg til að hindra framþróun og nýsköpun í atvinnulífinu. Hvatar verka eins og blítt vorregn sem nærir frjóan jarðveg nýsköpunar og framfara, á meðan kvaðir og bönn eru eins og þungir múrar sem skyggja á framtíðarsýn fyrirtækja. Með öflugum hvötum til grænna fjárfestinga geta stjórnvöld stutt við uppbyggingu þeirrar þekkingar, tækni og innviða sem nauðsynleg er til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í stað þess að þvinga fram breytingar með reglum og refsingum, ættu stjórnvöld að skapa umhverfi sem hvetur fyrirtæki til skynsamlegrar umbreytingar í átt að sjálfbærni. Þannig verður umbreytingin drifin áfram af tækifærum fremur en takmörkunum, og árangurinn í loftslagsmálum verður varanlegur. Með kosningar í nóvember standa stjórnmálaflokkar frammi fyrir einstöku tækifæri. Tækifæri til að tala til metnaðarfullra fyrirtækja sem vilja láta gott af sér leiða í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að setja græna hvata á oddinn í stefnuskrám sínum geta flokkarnir sýnt að þeir skilji mikilvægi þess að fjárfesta í grænni framtíð og nýsköpun. Þannig færast lausnir framtíðarinnar nær okkur í dag og við tryggjum að Ísland verði í samkeppnishæfu umhverfi og áfram í fararbroddi í loftslagsmálum. Nú er lag fyrir stjórnmálaflokka að sýna framsýni og hugrekki - með því að styðja við grænar fjárfestingar í stað þvingana. Þannig geta þeir unnið með metnaðarfullum fyrirtækjum að því að byggja upp sjálfbært og samkeppnishæft atvinnulíf til framtíðar. Leggjum áherslu á hvata til grænna fjárfestinga og tryggjum að umbreytingin verði drifin áfram af tækifærum og nýsköpun, fremur en hömlum og höftum. Höfundur er verkefnastjóri á Málefnasviði Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun