Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar 13. nóvember 2024 14:46 Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum finnst mér eins og við eigum á hættu að gleyma því hvað frelsið er verðmætt. Við erum nefnilega mjög rík af frelsi hér á landi. Við höfum frelsi til að velja okkur nám nokkurn veginn óháð efnahag. Við höfum frelsi til að stofna fjölskyldu með nærri hverjum sem okkur sýnist. Við höfum frelsi til að fara út í náttúruna og njóta hennar. Við höfum frelsi til að segja það sem okkur sýnist, til að hugsa það sem okkur sýnist og vera eins og við viljum. Þetta eru þau sjálfsögðu mannréttindi sem við búum við í dag. Þetta frelsi er ekki sjálfsagt og hættan er sú að við gleymum því hversu dýru verði það hefur verið keypt. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan það var ekkert tjáningarfrelsi, engin friðhelgi einkalífs, ekkert frelsi til að velja sér nám og aðeins eitt fjölskylduform samþykkt. Það er heldur ekki svo langt síðan við vorum nýlenda undir Danakonungi og við höfðum ekki einu sinni frelsi til að stofna okkar eigin fyrirtæki. Það sem mér finnst að þurfi að minna á er að frelsi og lýðræði eru samofin hugtök. Ef við hefðum ekki komið á lýðræði hefðum við aldrei geta tryggt þetta frelsi. Og ef við hefðum ekki frelsið sem við höfum í dag gætum við ekki viðhaldið lýðræðinu. Þegar það gleymist hversu verðmætt frelsið er (og það hefur gleymst áður) þá á það til að gerast að við förum að taka mjög skrýtnar ákvarðanir um hvernig við stjórnum heiminum okkar. Þetta gerðist einu sinni á síðustu öld þar sem stór hluti Evrópu ákvað að velja sér fólk sem var beinlínis gegn frelsi og gegn lýðræði til að taka við valdataumunum, og úr varð blóðugasta styrjöld sögunnar. Það sem réði því að þetta fólk komst til valda voru ekki síst tilfinningar eins og reiði, ótti og vanmáttartilfinning. Þetta er eitthvað sem við sáum alls staðar þar sem fólk kaus fasista til valda. Og ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þessu að nú sé svipuð staða uppi. Ekki bara í Bandaríkjunum eins og sumir gætu haldið - Þar er augljóslega búið að kjósa mann sem er á móti frelsi og á móti lýðræði og lýsir því beinlínis yfir þeim einræðistilburðum sem hann hefur. Ég hef líka áhyggjur af þessu á Íslandi. Það hafa orðið hraðar sviptingar í stjórnmálunum hjá okkur undanfarna mánuði og mér finnst eins og þær hugmyndir að minnka frelsi, skerða réttindi og færa völd frá borgurum séu farnar að ná meiri hljómgrunn. Það er komin ákveðin stjörnumerking á það frelsi sem við höfum og fólk er almennt tilbúið að samþykkja að gengið sé miklu lengra inn á réttindi samborgaranna en lög leyfa. Ég hef áhyggjur af tíðarandanum og ég vona að við séum ekki komin á sömu braut og grannríki okkar vestanhafs. Ég vona að eftir næstu kosningar stöndum við uppi með flokka í ríkisstjórn sem ætla ekki að kasta þessum grunngildum frelsis og lýðræðis á glæ. Eina leiðin til þess held ég að sé að kjósa flokka sem leggja áherslu á þessi gildi. Lýðræði, frelsi, mannréttindi. Ef ykkur líður eins og mér líður þá legg ég til að við leggjum við hlustir þegar flokkarnir kynna stefnumál sín nú í aðdraganda kosninga. Þeim flokkum sem eru tilbúnir að fórna þessum grunngildum ætti ekki að treysta fyrir stjórn landsins. Höfundur er lögfræðingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun