Spá hressilegri vaxtalækkun Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:29 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ritar á vef bankans. „Við spáum því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,5 prósentur þann 20. nóvember en talsverðar líkur eru þó einnig á 0,25 prósentu vaxtalækkun. Líklega mun vegast á annars vegar hjaðnandi verðbólga, kólnandi húsnæðismarkaður og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar óvissa vegna stjórnarslita og verkfalla, seigla í einkaneyslu, allsterkur vinnumarkaður og óstöðugar verðbólguvæntingar.“ Niður fyrir níu prósentin Stýrivextir eru nú níu prósent og munu fara niður fyrir níu prósentin í fyrsta skipti síðan þeir voru hækkaðir upp í 9,25 prósent í ágúst í fyrra, gangi spá Íslandsbanka eftir. Í maí sama ár voru stýrivextir 8,75 prósent. Íslandsbanki telur líklegast að stýrivextir verði lækkaðir niður fyrir þá tölu en einnig sé líklegt að þeir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig og verði þeir sömu og í maí í fyrra. Greiningadeildin segir ummæli peningastefnunefndar þegar síðasta vaxtaákvörðun var kynnt, um að þörf sé á „hæfilegu aðhaldsstigi“ peningamála enn um sinn. Óvissan gæti gert nefndina varkárari en ella Í grein Jóns Bjarka segir að óvissa vegna nýlegra stjórnarslita og yfirvofandi kosninga ásamt yfirstandandi verkföllum hjá allstórum hópi opinbers starfsfólks sé þó líkleg til að gera peningastefnunefndina heldur varkárari en ella við vaxtaákvörðunina nú. Að auki þurfi nefndin að vega saman annars vegar nýlega hjöðnun verðbólgu, kólnandi húsnæðismarkað og batnandi verðbólguhorfur en hins vegar seiglu í einkaneyslu, allsterkan vinnumarkað og nokkuð sveiflukenndar verðbólguvæntingar.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira