Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2024 22:02 Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Loftslagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Hrakfallasaga Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt á Vísi kom fram að allt að helmingslíkur séu á því að farið verði yfir vendipunkt í veltihringrás Atlantshafsins á þessari öld. Þar er vitnað í Stefan Rahmstorf, hafeðlisfræðing við Potsdam Institute í Þýskalandi en sá hinn sami hélt áhrifamikinn fyrirlestur í HÍ fyrir mánuði síðan. En hver er þessi veltihringrás og hvað þýðir þetta eiginlega? Okkur var kennt í skóla að Íslendingar eigi allt lífsviðurværi sitt undir Golfstraumnum komið. Hluti Golfstraumsins liggur norður til Íslands og tengist stærri hringrás sem er kölluð veltihringrás Atlantshafsins eða AMOC (Atlantic Meridional Overturning Circulation). Sú veltihringrás er drifin áfram af seltu. Sjórinn er hlýrri og saltari við miðbaug vegna uppgufunar og hann flytur okkur varma þegar hann streymir norður til Íslands. Þegar straumurinn tekur að kólna þá sekkur hann því saltari sjór er eðlisþyngri. Niðurstreymi sjósins tekur með sér súrefni þegar það sekkur niður í djúpin og á þeim svæðum eru jafnan gjöful fiskimið. En getur þessi veltihringrás hrunið? Undanfarna áratugi hefur mælst kuldapollur í hafinu suðvestan af Íslandi, einmitt á því svæði þar sem straumur veltihringrásarinnar sekkur. Þetta þýðir að veltihringrásin sé að dvína og stafar það af auknu írennsli ferskvatns frá bráðnun Grænlandsjökuls og aukinni úrkomu. Aukið ferskvatn dregur úr virkni hringrásarinnar, sem dregur úr streymi saltvatns norður á bóginn, sem dregur enn frekar úr virkni hringrásarinnar. Eftir að farið er yfir vendipunkt í þessu ferli, verður það að vítahring sem dregur sífellt meir úr virkni hringrásarinnar þar til hún hrynur. Aðeins nýlega eru loftslagslíkön farin að taka tillit til þessa samspils jökla, hafs og lofts. Þá hefur kemur í ljós að vendipunkturinn er mun nær en við héldum og hrun veltihringrásarinnar er yfirvofandi, ef ekkert er að gert. Stefan Rahmstorf hefur tekið saman niðurstöður loftslagslíkana úr nýlegum vísindagreinum á þessu sviði og dregur þá ályktun að allt að helmingslíkur séu á því að við förum yfir vendipunktinn á þessari öld. Ef farið er yfir vendipunktinn þá er ekki aftur snúið heldur aðeins tímaspursmál hvenær veltihringrásin hrynur. En hvað myndi það þýða fyrir Ísland ef veltihringrásin hrynur? Í stuttu máli, þá myndi hitastig á Íslandi falla um 7-9 gráður, þrátt fyrir hnattræna hlýnun, og Ísland yrði óbyggilegt. Við gætum engan landbúnað stundað, gjöfulu fiskimiðin okkar myndu hverfa, jöklar myndu skríða fram og við gætum annað hvort reynt að norpa við erfiðar aðstæður meðfram strandlínunni eða flúið land. Íslendingar yrðu þá sennilega flestir loftslagsflóttamenn. Öll okkar menning og mannvirki yrðu að engu og allt okkar strit í 1200 ár til einskis unnið. Því segi ég að við verðum af brýnni nauðsyn að stöðva alla losun gróðurhúsalofttegunda á örfáum árum til að koma í veg fyrir gífurlegar hamfarir vegna loftslags- og sjávarbreytinga sem munu annars eyða allri byggð á Íslandi. Nú duga engin vettlingatök eða afsakanir. Engin loftslagsaðgerð telst óhagkvæm ef hagkerfið sjálft er í húfi. Hér þarf samhent átak okkar allra af stærðargráðu sem aldrei hefur sést áður. Undir því er öll okkar framtíð komin. Kjósum aðeins þá flokka sem hafa raunverulega metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Sem hópstjóri umhverfisnefndar hjá Vinstri grænum hef ég lagt allt kapp á að gera umhverfisstefnu okkar eins róttæka og unnt er. Þið megið treysta því að sjálfur muni ég berjast fyrir framtíð okkar af öllum mætti og því býð ég mig fram á lista Vinstri grænna í þingkosningunum 2024. Höfundur umhverfisverkfræðingur og 8. á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar