Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Mest lesið Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta var ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kórtónleikar í desember Ásdís Björg Gestsdóttir skrifar Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar Skoðun Eru háskólar á dagskrá? Magnús Karl Magnússon,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar Skoðun Jólaóskalisti Viðskiptaráðs Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hryggjarstykki jólanna Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Lyfsalar og heilbrigðisráðuneyti - í bergmálshelli? Már Egilsson skrifar Skoðun RS veiran – blikur á lofti Valtýr Stefánsson Thors skrifar Skoðun Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning Hanna Lóa Skúladóttir,Guðrún Adolfsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða í boði ASÍ Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun II Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir skrifar
Skoðun Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson skrifar
Skoðun Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Þrælar jólahefðana - Opið bréf til skóla og frístundasviða á Höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Hinsegin réttindi til framtíðar Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kristmundur Pétursson,Vera Illugadóttir,Jóhannes Þór Skúlason,Hannes Sasi Pálsson,Hrönn Svansdóttir,Sveinn Kjartansson Skoðun
Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir,Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Skoðun