Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar 12. nóvember 2024 17:16 Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Efnahagsmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa vaxið mikið undanfarin ár. Á þetta við um nánast öll málefnasvið. Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029 (1831.pdf) Í töflunni, sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun 2025–2029, er sýnd útgjaldaþróun málefnasviða að raungildi frá árinu 2017 til ársins 2029. Þrátt fyrir þetta hefur umræða síðustu ára einkennst af því að þjónusta hins opinbera fari versnandi og standist ekki samanburð við nágrannalöndin. Er því ljóst að aukning útgjalda hefur ekki endilega í för með sér bætta þjónustu, heldur þarf að tryggja að opinbert fjármagn sé nýtt á sem hagkvæmastan hátt. Sívaxandi aukning útgjalda getur ekki verið markmið í sjálfu sér. Fjármagn hins opinbera er takmarkað og mikilvægt er að stjórnvöld veiti fjármuni til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið. En hvernig er hægt að tryggja að fjármunir séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt? Kerfisbundin greining á útgjöldum hins opinbera gerir stjórnvöldum kleift að taka betri ákvarðanir um nýtingu fjármagns. Aðferðafræði OECD við útgjaldagreiningar Útgjaldagreiningar – e. spending reviews – eru kerfisbundnar greiningar á útgjöldum til málefnasviða og málaflokka með það að markmiði að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í útgjöldum hins opinbera[1]. Ísland hefur boðað innleiðingu á slíkum greiningum en verklagið hefur ekki náð flugi hérlendis, líkt og nýlega var bent á í umsögn sem Samtök atvinnulífsins birtu um fjárlagafrumvarp 2025[2]. Tilgangur þeirra er að greina leiðir til að ná árangri með sem minnstum tilkostnaði: að gera stjórnvöldum kleift að hagræða í ríkisrekstri, skapa svigrúm fyrir bætta þjónustu og aukin útgjöld til grunninnviða, og að forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Tilgangur þessara útgjaldagreininga er ekki að skera niður grunnþjónustu eða ráðast í niðurskurð sem kemur sér illa fyrir samfélagið. Þvert á móti er tilgangurinn sá að skoða hvar fjármagn nýtist ekki sem skyldi fyrir samfélagið og skapa þannig svigrúm fyrir aukin útgjöld til málefnasviða og málaflokka sem mynda grunnstoðir samfélagsins. Nú þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum á næstu mánuðum er sérlega mikilvægt að hugað sé að bættri nýtingu fjármuna og auknum aga í fjármálum hins opinbera. Raunin er sú að það er ekki mikið svigrúm fyrir frekari skattahækkanir hjá þeirri ríkisstjórn sem mun taka við völdum, og auðveldara er að hafa stjórn á útgjaldahliðinni en á tekjuhlið ríkisfjármála. Eitt af lykilverkefnum nýrrar ríkisstjórnar verður því að lækka útgjöld á skynsaman hátt í gegnum markvissar útgjaldagreiningar, stemma stigu við sjálfvirkni útgjalda og skapa svigrúm fyrir útgjöld sem nýtast samfélaginu. Skýr rammi um útgjaldagreiningar auðveldar erfiða ákvarðanatöku Ef hagræðingaraðgerðir í fjármálum hins opinbera eru studdar með skýrum greiningum og góðum gögnum er mun auðveldara að ráðast í slíkar aðgerðir. Ef litið er yfir útgjöld síðustu ár er nokkuð ljóst að það eru víða möguleikar til bættrar nýtingar opinbers fjármagns. Í þessu samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í markvissar útgjaldagreiningar og á sama tíma stemma stigu við sívaxandi útgjöldum svo að hægt sé að veita fjármuni í þau verkefni sem nýtast best fyrir samfélagið. Í þessu ferli er hægt að hafa nokkrar lykilspurningar í huga: Er þjónustan sem verið er að veita í samræmi við þarfir samfélagsins og er verið að veita hana á sem hagkvæmastan hátt? Ef kveðið er á um þjónustuna, t.a.m. í lögum, hefur markmiðum laganna verið náð eða er hægt að veita fjármunina í aðra þarfari þjónustu? Eru leiðir til að bæta og nútímavæða þjónustuna, m.a. með stafrænni þjónustu? Er hægt að lækka kostnað við starfsemina sem fellur undir málaflokkinn án þess að skerða þjónustu eða að það komi niður á árangri og styrkleika starfseminnar til framtíðar? Er hægt að útskýra inntak og samband árangurs og mælikvarða, eða er þörf á skýrari mælikvörðum og markmiðum fyrir þá þjónustu sem veitt er? Ef við sem samfélag værum að byrja á núllpunkti, myndum við veita fjármuni á sama hátt og gert er í dag, eða er raunin sú að fjölmörg arfleifðarvandamál eru á fjárlögum hvers árs? Eru það þarfir samfélagsins sem stýra skiptingu fjármagns eða ákvarðanir sem teknar voru þegar þarfir samfélagsins voru aðrar? Sér hver og einn ráðherra til þess að fjármagn sé veitt til verkefna sem skila auknum ávinningi fyrir samfélagið? Með bættri nýtingu fjármuna er hægt að stefna að farsælla samfélagi, þar sem þarfir skattgreiðanda eru hafðar að leiðarljósi. Höfundur er hagfræðingur hjá OECD. [1] Spending reviews | OECD [2] ZwPtLoF3NbkBW-oE_UmsögnSAumfjárlagafrumvarp2025.pdf
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar