Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. nóvember 2024 14:45 Á Facebooksíðu þína í svari við grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ehf-gatið skrifar þú eftirfarandi: „Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir lausnum og eru með hugann við það hvernig megi gera Ísland að betri stað til að búa á. Aðrir virðast fyrst og fremst uppteknir við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka,“ Í nærri hundrað ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað fyrir og framkvæmt sína stefnu, Sjálfstæðisstefnuna. Stefnu sem að svo sannarlega hefur gert Ísland að betri stað til að búa á. Reyndar er það nú svo að í krafti Sjálfstæðisstefnunar, hefur Ísland á undangenginni öld, breyst úr einu fátækasta ríki heims í eitt það allra ríkasta. Um það vitna ýmsar alþjóðlegar mælingar. Jöfnuður, hvort sem litið er til eigna eða tekna, er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli og laun hér með því hæsta sem þekkist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Í þessa tæpu öld hefur semsagt Sjálfstæðisstefnan verið okkar “plan” og verður “plan” okkar Sjálfstæðismanna um ókomin ár. Grein Áslaugar Örnu um ehf-gatið, var fyrst og fremst innblásin af Sjálfstæðisstefnunni, sem að gengur meðal annars út á einstaklingsfrelsið, að virkja krafta einkaframtaksins til þess að skapa ný störf og verðmæti og stækka með því þjóðarkökuna. Nýta svo afraksturinn í að skapa enn fleiri störf og enn meiri verðmæti, innan félagsins eða á öðrum stöðum og stækka þar með þjóðarkökuna enn meira og auka enn frekar á hagsæld, velsæld og velferð þjóðarinnar. En ekki minnka hana eins og tillaga ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins gerir. Þegar Áslaug Arna talar um að stækka ehf-gatið, er hún einmitt að tala um það að stækka þjóðarkökuna. Það stækkar auðvitað enginn þjóðarkökuna með því að taka góðan helming af arði ehf-félaga í skatta. Heldur minnkar þjóðarkakan við það. Minni þjóðarkaka leiðir svo til, enn minni verðmætasköpunar, færri nýrra starfa, minni hagsældar, velsældar og minni velferðar. Enda auka háir svo maður tali nú ekki um of háir skattar ekki verðmætasköpun. Að benda á slíkar staðreyndir, er ekki afbökun á stefnu ykkar í Samfylkingunni. Heldur er það bara ábending um það hvernig þjóðinni getur farnast sem best í skjóli Sjálfstæðisstefnunar og í annan stað, áminning um það hvernig stefna ykkar í Samfylkingunni um hækkun skatta geti og muni á endanum draga úr þeirri miklu lífskjarasókn sem staðið hefur hér yfir undanfarna tæpa öld. Það þarf því engan að undra, þó einhverjir kjósendur hræðist háskattastefnu ykkar. Vonandi verða þeir bara nógu margir, svo þessar gölnu hugmyndir ykkar um lokun ehf-gatsins verði ekki að veruleika. Í færslu þinni á Facebook, birtir þú einnig, elsku vinur, mynd sem sýna á mun á hæsta skatthlutfalli Í þrepaskiptu tekjuskattskerfi okkar mun hæsta mögulega skatthlutfall launa aldrei ná 52,4%, að viðbættu tryggingargjaldi. Ekki nema að tveimur lægstu skattþrepunum verði kippt undan þrepakerfinu og öll laun beri 46.28% skatt. Eða þá að tryggingargjaldið hækki verulega. Er það kannski planið að setja hverja einustu krónu, frá krónu eitt, af launum yfir 1300 þús í efsta skattþrepið og sleppa þarmeð lægri þrepunum? Að teknu tilliti til persónufrádráttar og 4% greiðslu í lífeyrissjóð af launum, ná laun því aldrei að bera 46,28% skattbyrði, þó þau væru öll í efsta skattþrepi. Nema með því að hækka skattprósentuna verulega eða fella persónuafsláttinn niður. Þessa mynd er þó ekki hægt að skilja öðruvísi, en að óeðlilega hár arður, að ykkar mati, verði skattlagður um 52,4% þegar tryggingargjaldið bætist við. Það er hvorki meira né minna en um 40% hækkun á skatti af arði sé miðað við skatthlutfallið af virku skatthlutfalli arðs. Reyndar er í lögum um einkahlutafélög talað um réttilega greiddan arð og hugtakið skilgreint í sömu lögum, ásamt því sem greint er frá viðurlögum vegna ranglega úthlutaðs arðs. Þarf þá ekki að breyta þeim lögum svo hugmyndir ykkar um eðlilegan arð, falli undir skilgreiningu laga um réttilega greiddan arð? Því varla er það boðlegt að stjórnmálamenn taki sér það vald, að ákveða hvað sé óeðlilegt sem rúmast innan ramma laga. Hvernig er hægt að túlka réttilega úthlutaðan arð, ranglega talinn fram sem arður í skattaskýslu? Eru þá þeir sem greiða sér út, að ykkar mati, óeðlilega háan arð, en réttilega úthlutuðum samkvæmt lögum, að gefa ranglega fram til skatts og þar með að stunda skattsvik? Ekki óeðlilegt að fólk spyrji spurninga. Annars erum við Sjálfstæðismenn bara ansi brattir og nokkuð slakir, miðað við aðstæður, að kynna okkur fjölmörgu stefnumál víðsvegar um landið. Þangað til næst….. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Á Facebooksíðu þína í svari við grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ehf-gatið skrifar þú eftirfarandi: „Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir lausnum og eru með hugann við það hvernig megi gera Ísland að betri stað til að búa á. Aðrir virðast fyrst og fremst uppteknir við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka,“ Í nærri hundrað ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað fyrir og framkvæmt sína stefnu, Sjálfstæðisstefnuna. Stefnu sem að svo sannarlega hefur gert Ísland að betri stað til að búa á. Reyndar er það nú svo að í krafti Sjálfstæðisstefnunar, hefur Ísland á undangenginni öld, breyst úr einu fátækasta ríki heims í eitt það allra ríkasta. Um það vitna ýmsar alþjóðlegar mælingar. Jöfnuður, hvort sem litið er til eigna eða tekna, er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli og laun hér með því hæsta sem þekkist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Í þessa tæpu öld hefur semsagt Sjálfstæðisstefnan verið okkar “plan” og verður “plan” okkar Sjálfstæðismanna um ókomin ár. Grein Áslaugar Örnu um ehf-gatið, var fyrst og fremst innblásin af Sjálfstæðisstefnunni, sem að gengur meðal annars út á einstaklingsfrelsið, að virkja krafta einkaframtaksins til þess að skapa ný störf og verðmæti og stækka með því þjóðarkökuna. Nýta svo afraksturinn í að skapa enn fleiri störf og enn meiri verðmæti, innan félagsins eða á öðrum stöðum og stækka þar með þjóðarkökuna enn meira og auka enn frekar á hagsæld, velsæld og velferð þjóðarinnar. En ekki minnka hana eins og tillaga ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins gerir. Þegar Áslaug Arna talar um að stækka ehf-gatið, er hún einmitt að tala um það að stækka þjóðarkökuna. Það stækkar auðvitað enginn þjóðarkökuna með því að taka góðan helming af arði ehf-félaga í skatta. Heldur minnkar þjóðarkakan við það. Minni þjóðarkaka leiðir svo til, enn minni verðmætasköpunar, færri nýrra starfa, minni hagsældar, velsældar og minni velferðar. Enda auka háir svo maður tali nú ekki um of háir skattar ekki verðmætasköpun. Að benda á slíkar staðreyndir, er ekki afbökun á stefnu ykkar í Samfylkingunni. Heldur er það bara ábending um það hvernig þjóðinni getur farnast sem best í skjóli Sjálfstæðisstefnunar og í annan stað, áminning um það hvernig stefna ykkar í Samfylkingunni um hækkun skatta geti og muni á endanum draga úr þeirri miklu lífskjarasókn sem staðið hefur hér yfir undanfarna tæpa öld. Það þarf því engan að undra, þó einhverjir kjósendur hræðist háskattastefnu ykkar. Vonandi verða þeir bara nógu margir, svo þessar gölnu hugmyndir ykkar um lokun ehf-gatsins verði ekki að veruleika. Í færslu þinni á Facebook, birtir þú einnig, elsku vinur, mynd sem sýna á mun á hæsta skatthlutfalli Í þrepaskiptu tekjuskattskerfi okkar mun hæsta mögulega skatthlutfall launa aldrei ná 52,4%, að viðbættu tryggingargjaldi. Ekki nema að tveimur lægstu skattþrepunum verði kippt undan þrepakerfinu og öll laun beri 46.28% skatt. Eða þá að tryggingargjaldið hækki verulega. Er það kannski planið að setja hverja einustu krónu, frá krónu eitt, af launum yfir 1300 þús í efsta skattþrepið og sleppa þarmeð lægri þrepunum? Að teknu tilliti til persónufrádráttar og 4% greiðslu í lífeyrissjóð af launum, ná laun því aldrei að bera 46,28% skattbyrði, þó þau væru öll í efsta skattþrepi. Nema með því að hækka skattprósentuna verulega eða fella persónuafsláttinn niður. Þessa mynd er þó ekki hægt að skilja öðruvísi, en að óeðlilega hár arður, að ykkar mati, verði skattlagður um 52,4% þegar tryggingargjaldið bætist við. Það er hvorki meira né minna en um 40% hækkun á skatti af arði sé miðað við skatthlutfallið af virku skatthlutfalli arðs. Reyndar er í lögum um einkahlutafélög talað um réttilega greiddan arð og hugtakið skilgreint í sömu lögum, ásamt því sem greint er frá viðurlögum vegna ranglega úthlutaðs arðs. Þarf þá ekki að breyta þeim lögum svo hugmyndir ykkar um eðlilegan arð, falli undir skilgreiningu laga um réttilega greiddan arð? Því varla er það boðlegt að stjórnmálamenn taki sér það vald, að ákveða hvað sé óeðlilegt sem rúmast innan ramma laga. Hvernig er hægt að túlka réttilega úthlutaðan arð, ranglega talinn fram sem arður í skattaskýslu? Eru þá þeir sem greiða sér út, að ykkar mati, óeðlilega háan arð, en réttilega úthlutuðum samkvæmt lögum, að gefa ranglega fram til skatts og þar með að stunda skattsvik? Ekki óeðlilegt að fólk spyrji spurninga. Annars erum við Sjálfstæðismenn bara ansi brattir og nokkuð slakir, miðað við aðstæður, að kynna okkur fjölmörgu stefnumál víðsvegar um landið. Þangað til næst….. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun