Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar 12. nóvember 2024 12:29 Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er stutt fréttaskýringin á hvalveiðidramatík síðustu daga ykkur til upplýsingar. Augljóslega vilja allir vita hver sökkti hvalveiðiskipinu áður en það sigldi úr höfn úr Sveppaborg. Þar að segja hver var svo ósvífinn að sökkva hvalveiðiskipi Sveppasveitarinnar enn einu sinni? Voru það kannski alveg sömu alþjóðlegu glæpamenn og áður? Ykkur til hjálpar er hér útlistun á helstu leikendum í kvalaveiðisögu síðustu daga: Svalur og Valur Obbosslega frægir blaðamenn í Sveppalandi. Svalur var einu sinni lyftudrengur í Sveppalandssjónvarpinu. Hann fékk það hlutverk að lyfta rannsóknarblaðamennsku í Sveppalandi á hærra plan. Með honum er vinur hans Valur. Hann er tvöfalt hærri, nánast með höfuðið í skýjunum, hvatvís draumóradrengur sem dreymir um spillingarlaust Sveppaland (gangi honum vel). Sveppagreifinn Vinur þeirra Svals og Val. Hann er með doktorsgráðu í baneitruðum sveppum, spillingarsveppum og á það til að gera allt vitlaust. Zorglúbb eða Sorg-klúbbi Hann er háaldraður hvalvísindaveiðimaður með mikið mikilmennskubrjálæði. Planar í leynd heimsyfirráð yfir Sveppalandi í krafti fyrirtækisins Hvalur og sveppur hf. Landsstjórinn í Sveppalandi Langbesti vinur Sorgklúbbs. Saman eru þeir í Sveppasveitinni sem rúlar og gorkúlar í flestum vafasömum dæmum. Landsstjórinn og Sveppasveitin kenna hins vegar jafnan Sveppagreifanum eða Sval og Val um allt sem miður fer. Don Engey Cortizone Kóninn er alþjóðlega betur þekktur sem Lucky teflon, ótrúlega heppinn fulltrúi Sveppasveitarinnar sem tekst alltaf að forðast sveppvísina. Tvöfaldi þríhyrningurinn Alþjóðleg glæpasamtök, skuggalega sérhæfð í djöfullegum plottum. Atburðarás Leynilegir útsendarar Tvöfalda þríhyrningsins gjörplata son Landsstjórans í Sveppalandi til að játa fullkomlega og hreint út hrikaleg áform um sveppavitlausar hvalveiðar gegn alveg ákveðnum sveppapólitískum og gorgkúlandi fjármálagreiðum. Þeir taka upp alla dásemdina og senda heila klabbið á Sval og Val. Blaðamennirnir fagna þessu innilega og birta heimildirnar samstundis. Landsstjórinn í Sveppalandi brjálast eins og í sveppavímu og kennir Sveppagreifanum um allt saman, nema hvað? Sveppasveitin styður hann alveg fullkomlega og allt verður sveppavitlaust. Hvað svo næst? Hefur Tvöfalda þríhyrningnum enn einu sinni tekist að sökkva hvalveiðibátum Sveppasveitarinnar í höfn Sveppaborgar á meðan sveppasötrandi vaktmenn sváfu á verðinum? Þurfa Svalur og Valur að fara í felur og starfa neðanjarðar, leita aftur í draumgóðu hippa-svepparæturnar? Við fylgjumst með og upplýsum ykkur. Sagan fæst líka á sveppabelgísku en þá kallast hún Spíró (Spirou) og Bjúró klikka á trúnó. En eins og allir vita þá eru rannsóknarblaðamenn alltaf að klikka á trúnó. Höfundur er heimspekingur og stjórnarformaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun