Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 10:47 Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi martröð í nótt og vaknaði upp með andköfum og kvíðahnút í maganum. Í draumnum var leikskóli dóttur minnar lokaður í marga mánuði vegna kennaraverkfalls. Engar skýringar voru gefnar á því hvers vegna hennar leikskóli var valinn og enginn svaraði spurningum örvæntingafullra foreldra um hversu lengi lokunin myndi standa yfir. Ráðamenn þjóðarinnar, ráðherrar, forseti og frambjóðendur kepptust við að tala um mikilvægi þess að hlúa að börnunum og stuðla að geðheilbrigði barna og unglinga. Þegar á þetta var bent hlógu þau öll og sögðust ekki ætla að skipta sér af - endu væru þau að gegna mikilvægari málum, þ.e. koma sér á framfæri og hefðu ekki tíma í svona smáatriði. Foreldrar fatlaðra barna reyndu að fá undanþágu fyrir sín börn en fengu heldur engin svör. Ég og hinir foreldrarnir komumst ekki í vinnuna og þurftum að taka út orlofsdaga eða launalaust leyfi - mjög hentugt svona rétt fyrir jól. Sumir foreldrar gátu ekki fengið frí frá vinnu og mættu með börnin sín í vinnuna, til dæmis að þrífa fyrirtæki og stofnanir. Ég sjálf reyndi að mæta í vinnu þegar ég gat, tróð dagskrá vikunnar inn á færri daga og reyndi að hlaupa hraðar. Ég starfaði sem læknir og var á mínu tíunda ári í námi til þess að verða sérfræðingur í geðlækningum. Námi sem myndi nú lengjast enn frekar vegna aðgerðanna. Inn á milli vinnudaga sat ég í dúkkuleik með dóttur minni og gat um fátt annað hugsað en hvernig hægt væri að leysa þessa stöðu. Börnin spurðu ítrekað um leikskólann sinn, vinina og kennarana sína og höfðu auðvitað engan skilning á stöðunni. Þau misstu af mörgum dýrmætum og mjög mikilvægum vikum þar sem þau fengu ekki að leika, læra og þroskast eins og jafnaldrar þeirra, fengu ekki að fara í samsöng, föndra fyrir jólin eða fara í gönguferðir með krökkunum. Foreldrar gerðu sitt besta til að halda rútínu og hafa dagskrá, fara á bókasafnið í þrítugasta sinn, hitta aðra bugaða foreldra og börn þeirra á yfirgefnum róló við leikskólann og baka köku númer sjötíu. Martröðin hélt áfram. Foreldrar reyndu að gagnrýna aðferðafræði verkfallsins og fá forystu Kennarasambandsins til að sjá að svona máttlausar aðgerðir settu enga pressu á samningsaðila og gerðu fátt annað en valda miklu uppnámi, óöryggi og ráðaleysi hjá örfáum börnum og fjölskyldum þeirra. Við þetta forhertust forystumenn KÍ og sögðust ekki ætla breyta neinu, enda væru til milljarðar í verkfallssjóði og þeir gætu allt eins haldið þessu til streitu fram á næsta sumar. “Skítt með börnin” sögðu þeir. Þeim fannst eðlilegt að láta nokkur tveggja til sex ára börn bera hitann og þungan af sinni kjarabaráttu. Aðspurðir um sínar kröfur komu heldur engin skýr svör og samningsaðilar virtust ekki hafa hugmynd um hverjar kröfurnar væru. Þegar þeim var ítrekað bent á að skynsamlegra væri að dreifa verkfallinu á fleiri skóla og setja inn tímabundnar lokanir á hverjum stað létu þeir það sem vind um eyru þjóta. Þeir hlustuðu ekki á óp foreldra um fáir væru meðvitaðir um verkfallsaðgerðirnar og flestum væri sama. Draumurinn batnaði aðeins þegar Umboðsmaður Barna steig inn í og benti á að verið væri að mismuna börnum harkalega og það gengi þvert á samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. Hún benti jafnframt á að verkfallið myndi hafa verulega alvarlegar afleiðingar fyrir börnin. En allt kom fyrir ekki. Enginn hlustaði eða greip inn í. Eftir margar vikur og mánuði í baráttu höfðu foreldrar ekki lengur þrótt til að berjast - enda hafði baráttan engu skilað. Börnin höfðu gleymt leikskólanum og vissu ekki lengur hvernig rútínan þeirra væri. Þau voru orðin vön að flakka á milli heimila foreldra, ömmu og afa og annarra sem gættu þeirra á daginn. Mörg barnanna fundu fyrir auknum kvíða og óöryggi þar sem leikskólinn hafði verið þeirra griðarstaður en það öryggi var hrifsað frá þeim á einu augnabliki. Að vinda ofan af afleiðingum verkfallsins átti eftir að taka marga mánuði og ár og sum börnin jöfnuðu sig aldrei. Þetta var einn af þeim óþægilegu draumum þar sem maður kemst ekki úr sporunum og öskrar út í myrkrið en allir ganga fram hjá þér og enginn hlustar. Gott að þetta var bara draumur…. Höfundur er læknir og móðir þriggja ára leikskólabarns.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun