Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 11. nóvember 2024 10:01 Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn ansi þreyttur á því að lesa um það í fjölmiðlum og heyra stjórnmálafólk tala um mikilvægi þess að hlúa vel að unga fólkinu okkar og að vandamál ungs fólks séu að aukast á sama tíma og lítið er um aðgerðir eða hreinlega að skorið sé niður í þjónustu við ungt fólk. Nýleg dæmi eru t.d. frestun á uppbyggingu nýs meðferðarheimilis fyrir unglinga, langir biðlistar eftir sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu og skertur opnunartími í félagsmiðstöðvum og ungmennahúsum. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur ekki sett fram ungmennastefnu (e. youth policy) sem gæti verið ein ástæða þess að stjórnmálafólk forgangsraðar ekki með markvissum hætti fjármagni í málefni ungs fólks. Landssamband ungmennafélaga, ungt fólk og starfsfólk félagsmiðstöðva hafa árum saman kallað eftir því að stjórnvöld útbúi ungmennastefnu þar sem fram væri sett heildstæð stefna til lengri tíma utan um málefni ungs fólks. Ungmennastefna segir til um hvernig við sem samfélag viljum tryggja að unga fólkinu okkar líði vel. Hún felur það í sér að ungmenni: séu virkir þátttakendur í ákvarðanatöku í samfélaginu, fái tækifæri til að mennta sig, geti tekið þátt í öflugu félagsstarfi, komist út á vinnumarkaðinn og eignast húsnæði. Óháð því hvaðan þau koma, hvaða foreldra þau eiga eða hvar á landinu þau búa. Ungmennastefna Íslands Með öflugri ungmennastefnu og skýrri forgangsröðun á málefni er varða ungt fólk, ásamt fjárfestingu í forvarnarstarfi, stofnunum og félagasamtökum ungs fólks getum við betur tryggt farsæld unga fólksins okkar og fyrirbyggt vandamál sem er margfalt dýrara að leysa á seinni stigum. Samhliða gerð ungmennastefnu er nauðsynlegt að ungt fólk sjái strax alvöru aðgerðir sem lengi hefur verið rætt um svo sem lögfestingu félagsmiðstöðva og gæðaviðmið um starfsemi þeirra, að byggður verði nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga, að Æskulýðssjóður og rekstrarumhverfi félagasamtaka ungs fólks og þeirra sem vinna að hagsmunum ungs fólks verði bætt og að við eflum ungmennaráð og aðkomu þeirra að ákvarðanatöku um málefni sem þau varða. Nauðsynlegt er að tekið verði strax á geðheilbrigðismálum ungs fólks og að ráðist verði á þá löngu biðlista sem eru eftir þjónustu við börn og ungmenni. Ungmennastefna Íslands þarf að fjalla um velferð ungs fólks á breiðum grunni og innihalda málaflokka eins og íþrótta- og húsnæðismál út frá þörfum ungs fólks. Ungmennastefna á einnig að fjalla um aðkomu ungs fólks að atvinnu-, nýsköpunar- og menntastefnu Íslands sem á að tryggja að ungt fólk hafi tækifæri til að ná árangri í menntakerfinu og að það verði til fjölbreytt og verðmæt störf fyrir ungt fólk út um allt land. Skýr stefnumótun og fjárfesting í menntun, forvörnum og farsæld ungs fólks er undirstaða verðmætasköpunar framtíðarinnar. Ef við stöndum með unga fólkinu okkar þá erum við ekki aðeins að gera það sem er rétt, heldur einnig það sem mun spara samfélaginu háar upphæðir og auka samkeppnishæfni Íslands til framtíðar. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, faðir þriggja grunnskólabarna, tómstunda- og félagsmálafræðingur og starfsmaður í æskulýðs- og forvarnarmálum síðastliðin 15 ár.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun