Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar 11. nóvember 2024 09:01 Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég stunda viðbótardiplómunám við Háskóla Íslands í “Áhættuhegðun og velferð barna og ungmenna” á sviði menntunar og margbreytileika og einn kúrsinn sem ég sit í er Barnavernd. Þessa dagana er ég ásamt verkefnahópi mínum að fara yfir sögur af börnum sem búa við slíkar aðstæður að það þarf að tilkynna þær til Barnaverndar. Þessar sögur eru byggðar á raunverulegum frásögnum. Hópurinn þarf svo að greina hvert úrlausnarefnið er, vísa í barnaverndarlög og leggja til raunhæf úrræði og viðeigandi lausnir fyrir barnið og fjölskylduna. Okkur gengur vel að greina vandamálið í hverri sögu. Þegar það kemur að því leggja til leiðir til að bæta aðstæður barnanna með einhverjum hætti þá getum við vissulega fundið til úrlausnir og úrræði sem eru til í kerfinu. Það vandast hins vegar valið þegar við vitum að á hverjum vegi sem við leggjum til, standa ljón í formi biðar og biðlista. Ég og félagar mínir í hópnum þurfum því að skrifa þetta verkefni og skila því inn með beiskt bragð í munni. Því þó að kerfið sé kannski uppbyggt á réttan hátt þá gerir það ósköp lítið gagn ef öll þessi börn þurfa að bíða í daga, vikur, mánuði og ár eftir ár eftir því að njóta þeirrar þjónustu sem það á rétt á. Þá er þetta eiginlega farið að snúast upp í andhverfu sína því ítrekað sjáum við dæmi um þann skaða sem börn hljóta af því að þurfa að bíða svona lengi á biðlista. Því miður er staða barna á biðlistum svo slæm að það er ekki einu sinni hægt að skálda þetta. Breytum þessu.Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður í Alþingiskosningunum 30. nóvember nk.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar