Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 08:31 Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu. Því til viðbótar höfum við glímt við jarðhræringar og eldgos. Meginorsök verðbólgunnar hérlendis hefur þó verið staðan á húsnæðismarkaðnum. Þáttur Reykjavíkurborgar og Viðreisnar í henni er heldur ekki til umfjöllunar að þessu sinni. Þensla og spenna á Íslandi – hnignun eða stöðnun í ESB Það er staðreynd að verðbólga og þar með háir húsnæðislánavextir hafa verið þrálátari hér en í ýmsum löndum sem við berum okkur saman við. Ég ætla heldur ekki að gera ástæðu þessa að meginviðfangsefni (og nú fara lesendur bráðum að spyrja sig hvort ég komi mér einhvern tímann að efninu). Of mikil spenna og þensla hefur verið í íslensku hagkerfi. Það er vandamál af allt öðrum toga en flest samanburðarlönd okkar glíma við. Evrópusambandslöndin hafa þvert á móti verið að glíma við stöðnun, jafnvel hnignun, með tilheyrandi lágum vöxtum og miklu atvinnuleysi. Það er ástæða þess að svo margir ESB-íbúar flykkjast hingað til að búa og starfa. Hagstæðustu ESB-tölurnar notaðar í rökstuðningi Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sem öllum ættu að vera kunnar, er hægt að treysta á að ESB-þingmenn á Alþingi grípi öll tækifæri til að tengja lausn viðfangsefna okkar og vandkvæða við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Viðreisn fer þar fremst í flokki (Samfylkingin geymir aðildina í skúffu í von um að ná fyrst völdum). Í því skyni finna þeir hagstæðustu dæmin í hverju landi, en vísa svo gjarnan almennt í ESB eða evrusvæðið um þessi dæmi. Það er ekki heiðarlegur málflutningur. Við getum verið sammála um að hér hefur verðbólgan verið of mikil og vextir því sömuleiðis of háir. Nýjasta mæling verðbólgu á samræmdum mælikvarða mældist þó um 3,4% hér á landi í september, en á sama tíma t.a.m. 4,3% í Belgíu og 3,2% í Eistlandi. Þrátt fyrir verðbólgu og aðrar áskoranir hefur kaupmáttur allra tekjuhópa þó aukist hér verulega á síðustu árum. Kaupmáttur er mælikvarði á hversu mikið af vöru og þjónustu er hægt að kaupa fyrir laun. Laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegum samanburði og hafa hækkað hér u.þ.b. tvöfalt meira á undanförnum árum en í helstu samanburðarríkjum. Tekjur íslenskra heimila hafa þannig aukist mikið og mun meira en sem nemur verðbólgu. 15% atvinnuleysi ungs fólks í Evrópusambandinu Hér er atvinnustig jafnan hátt. Meðaltal atvinnuleysis á evrusvæðinu var hins vegar 6,3% í september, en t.d. yfir 8% í Finnlandi, 7,6% í Frakklandi og yfir 11% á Spáni. Meðaltal atvinnuleysis meðal ungs fólks í Evrópusambandinu er reyndar tæp 15% á sama tíma. Með einföldun er hægt að segja að verðbólgu sé hægt að halda niður með auknu atvinnuleysi. Afstaðan hér hefur verið sú að af tvennu illu, þoli Íslendingar atvinnuleysi verr. Vegna hárra nafnvaxta hér eru lágir vextir algeng sölulína hjá ESB-sinnum nú sem fyrr. En eins og eins og á við um svo margt annað innan ESB, þá er vaxtaprósentan þar eins misjöfn og löndin sem sambandið mynda. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og aðildar og ekki heldur myntar og vaxta. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst ESB mjög í óhag, enda er hagvöxtur sjaldan ræddur af ESB-sinnum. Reyndar er það svo að í nýlegri skýrslu fyrrum bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, er dregin upp mjög svo dökk mynd af samkeppnisstöðu hinnar hnignandi Evrópu. Hvers vegna að taka sér stöðu sem leiðir til hnignunar? Þarf Viðreisn ekki að skýra það? Af hverju veðjar Viðreisn á evruna? Þeir sem halda að evran leysi vandamál hljóta að klóra sér í hausnum yfir framangreindum staðreyndum. Og ef þetta er einfaldlega spenningur yfir nýrri skínandi mynt, af hverju skyldum við á veðja á evru? Ekki er það vegna velgengni hagkerfa sem nota þá mynt. Ísland er auk þess útflutningsdrifið hagkerfi og bandaríkjadollar er okkar langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill. Af hverju tala sjálfnefndir alþjóðasinnar eins og Viðreisn ekki fyrir upptöku Bandaríkja-, nú eða Kanadadals? Nú auðvitað af því að aðild að ESB hangir á spýtunni og í þeirri vegferð er einungis upplýsingum sem henta málstaðnum haldið til haga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Diljá Mist Einarsdóttir Viðreisn Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum glímt við verðbólgu og háa vexti í of langan tíma þótt loks sjáist til sólar í þeim efnum. Verðbólgan hefur minnkað um helming og hratt vaxtalækkunarferli er hafið. Skýringar á mikilli verðbólgu og háum vöxtum hér á landi er ekki meginefni þessarar greinar. Við höfum við glímt við röð erfiðleika líkt og aðrar þjóðir, s.s. heimsfaraldur og stríð, sem hefur orsakað innflutta verðbólgu. Því til viðbótar höfum við glímt við jarðhræringar og eldgos. Meginorsök verðbólgunnar hérlendis hefur þó verið staðan á húsnæðismarkaðnum. Þáttur Reykjavíkurborgar og Viðreisnar í henni er heldur ekki til umfjöllunar að þessu sinni. Þensla og spenna á Íslandi – hnignun eða stöðnun í ESB Það er staðreynd að verðbólga og þar með háir húsnæðislánavextir hafa verið þrálátari hér en í ýmsum löndum sem við berum okkur saman við. Ég ætla heldur ekki að gera ástæðu þessa að meginviðfangsefni (og nú fara lesendur bráðum að spyrja sig hvort ég komi mér einhvern tímann að efninu). Of mikil spenna og þensla hefur verið í íslensku hagkerfi. Það er vandamál af allt öðrum toga en flest samanburðarlönd okkar glíma við. Evrópusambandslöndin hafa þvert á móti verið að glíma við stöðnun, jafnvel hnignun, með tilheyrandi lágum vöxtum og miklu atvinnuleysi. Það er ástæða þess að svo margir ESB-íbúar flykkjast hingað til að búa og starfa. Hagstæðustu ESB-tölurnar notaðar í rökstuðningi Þrátt fyrir þessar staðreyndir, sem öllum ættu að vera kunnar, er hægt að treysta á að ESB-þingmenn á Alþingi grípi öll tækifæri til að tengja lausn viðfangsefna okkar og vandkvæða við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Viðreisn fer þar fremst í flokki (Samfylkingin geymir aðildina í skúffu í von um að ná fyrst völdum). Í því skyni finna þeir hagstæðustu dæmin í hverju landi, en vísa svo gjarnan almennt í ESB eða evrusvæðið um þessi dæmi. Það er ekki heiðarlegur málflutningur. Við getum verið sammála um að hér hefur verðbólgan verið of mikil og vextir því sömuleiðis of háir. Nýjasta mæling verðbólgu á samræmdum mælikvarða mældist þó um 3,4% hér á landi í september, en á sama tíma t.a.m. 4,3% í Belgíu og 3,2% í Eistlandi. Þrátt fyrir verðbólgu og aðrar áskoranir hefur kaupmáttur allra tekjuhópa þó aukist hér verulega á síðustu árum. Kaupmáttur er mælikvarði á hversu mikið af vöru og þjónustu er hægt að kaupa fyrir laun. Laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegum samanburði og hafa hækkað hér u.þ.b. tvöfalt meira á undanförnum árum en í helstu samanburðarríkjum. Tekjur íslenskra heimila hafa þannig aukist mikið og mun meira en sem nemur verðbólgu. 15% atvinnuleysi ungs fólks í Evrópusambandinu Hér er atvinnustig jafnan hátt. Meðaltal atvinnuleysis á evrusvæðinu var hins vegar 6,3% í september, en t.d. yfir 8% í Finnlandi, 7,6% í Frakklandi og yfir 11% á Spáni. Meðaltal atvinnuleysis meðal ungs fólks í Evrópusambandinu er reyndar tæp 15% á sama tíma. Með einföldun er hægt að segja að verðbólgu sé hægt að halda niður með auknu atvinnuleysi. Afstaðan hér hefur verið sú að af tvennu illu, þoli Íslendingar atvinnuleysi verr. Vegna hárra nafnvaxta hér eru lágir vextir algeng sölulína hjá ESB-sinnum nú sem fyrr. En eins og eins og á við um svo margt annað innan ESB, þá er vaxtaprósentan þar eins misjöfn og löndin sem sambandið mynda. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og aðildar og ekki heldur myntar og vaxta. Vaxtaprósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkomandi ríki. Samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst ESB mjög í óhag, enda er hagvöxtur sjaldan ræddur af ESB-sinnum. Reyndar er það svo að í nýlegri skýrslu fyrrum bankastjóra Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, er dregin upp mjög svo dökk mynd af samkeppnisstöðu hinnar hnignandi Evrópu. Hvers vegna að taka sér stöðu sem leiðir til hnignunar? Þarf Viðreisn ekki að skýra það? Af hverju veðjar Viðreisn á evruna? Þeir sem halda að evran leysi vandamál hljóta að klóra sér í hausnum yfir framangreindum staðreyndum. Og ef þetta er einfaldlega spenningur yfir nýrri skínandi mynt, af hverju skyldum við á veðja á evru? Ekki er það vegna velgengni hagkerfa sem nota þá mynt. Ísland er auk þess útflutningsdrifið hagkerfi og bandaríkjadollar er okkar langmikilvægasti viðskiptagjaldmiðill. Af hverju tala sjálfnefndir alþjóðasinnar eins og Viðreisn ekki fyrir upptöku Bandaríkja-, nú eða Kanadadals? Nú auðvitað af því að aðild að ESB hangir á spýtunni og í þeirri vegferð er einungis upplýsingum sem henta málstaðnum haldið til haga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar