Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar 10. nóvember 2024 18:01 Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar