Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar 11. nóvember 2024 06:31 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga. Á yfirborðinu lítur útkoman ágætlega út. Það hljómar til dæmis vel að aðgerðirnar séu 150 talsins. En við nánari athugun kemur í ljós að 44 prósent aðgerðanna eru einungis á hugmyndastigi, 55 prósent þeirra eru ekki fjármagnaðar og útreiknaður samdráttur á einungis við um brot af þeim. Hann dugar ekki einu sinni til að ná skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Trúverðugleikinn er þar með horfinn. Og til að undirstrika metnaðarleysið var engum umhverfis- og náttúruverndarsamtökum hleypt að borðinu, heldur var þeim haldið fyrir utan vinnuna, allan tímann. Í tæp þrjú ár. Enda er lítið sem ekkert tillit tekið til náttúruverndarsjónarmiða eða líffræðilegrar fjölbreytni. Óboðlegt metnaðarleysi Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki einungis farnar að sjást í fjarlægum heimshlutum. Þær eru mættar til Íslands. Það er staðreynd. Við sjáum þær til dæmis að verki í öflugri ofanflóðum, tíðara ofsaveðri og jöklum sem hörfa og hverfa. Áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins á hagsmunum okkar unga fólksins og framtíðarkynslóða er augljóst þar sem þau hafa gert ráð fyrir 35 prósenta niðurskurði í framlögum til loftslagsmála næstu fimm árin. Hér hefur misskilningur átt sér stað. Við vitum jú flest að að þarf að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - ekki fjármögnun loftslagsaðgerða. Við þurfum fjármagnaða aðgerðaáætlun sem dregur úr heildarlosun um a.m.k. 55 prósent fyrir árið 2030 og tryggir réttlát umskipti. Losunin hefur aldrei verið meiri á heimsvísu og nú. Það er rauð viðvörun. Það er fullkomlega óboðlegt að ein ríkasta þjóð heims bjóði upp á metnaðarleysi í loftslagsmálum. Plagg Sjálfstæðisflokksins er ekki aðgerðaáætlun, heldur óheiðarlegur óskalisti sem veltir afleiðingum loftslagsbreytinga og tilheyrandi kostnaði yfir á okkur unga fólkið og framtíðarkynslóðir. Trúverðug stefna og metnaðarfull markmið VG hefur skýra sýn, yfirgripsmikla þekkingu og langmesta reynslu allra flokka þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við munum svara kalli Loftslagsráðs með heildrænni stefnu í loftslagsmálum, tímasettum, vel skilgreindum og mælanlegum markmiðum, og fjármagnaðri aðgerðaáætlun. Það verður ekkert gluggaskraut, heldur alvöru árangur. Ég ætla að berjast fyrir því að við förum loksins að ná alvöru árangri í loftslagsmálum og tryggja raddir líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruverndarsamtaka í allri vinnu VG. Það er komið nóg af metnaðarleysi og sýndarmennsku hægrisins í umhverfis- og loftslagsmálum og kominn tími til að alvöru hugsjónafólk með þekkingu og reynslu fái sviðið. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfisog loftslagsmálum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun