Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar 10. nóvember 2024 17:01 Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ríkisútgjöld á Íslandi farið sífellt hækkandi með þeim afleiðingum að verðbólga fer ekki aðeins á flug, heldur kallar þessi aukning á keðjuverkun sem hefur áhrif á allan almenning. Með hverju skrefi eykur ríkissjóður útgjöld sín og fær í staðinn auknar skatttekjur vegna hækkandi verðs, spurningin er hvort þessi stefna sé sjálfbær eða hvort við séum föst í vítahring sem erfitt verður að losna úr. aðsend Það sem oft virðist gleymast í þessum stóru ákvörðunum er að slík útgjaldaaukning kemur harðast niður á almenningi. Þegar ríkið eyðir meira, hækkar verðlag, sem þýðir að fólk þarf að borga meira fyrir sömu vörur og þjónustu en áður. Þetta hefur bein áhrif á kaupmáttinn. Hver króna verður minna virði, tekjurnar hætta að duga fyrir almennum útgjöldum og landsmenn þurfa að þynna tómatsósuna til að ná endum saman Stjórnmálamenn réttlæta ríkisútgjöld, í nafni uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og þjónustu, sem styður langtímastefnu um bætt lífskjör. Þá er hægt að spyrja sig, hvernig fer þessi aukning raunverulega fram? Hafa verið tekin nægjanlega skýr og gagnsæ skref til að sýna hvernig fjármunirnir nýtast, eða eru fjárfestingar ríkisins að valda of miklu fjárstreymi sem hækkar vexti og skapar þrýsting á almennt verðlag? Á meðan stjórnendur þjóðarbúsins varpa ábyrgðinni á Seðlabankann, sem reiðir sig á vaxtahækkanir til að hemja verðbólguna, heldur ástandið áfram að versna fyrir þá sem þurfa að standa undir daglegum útgjöldum. Stjórnvöld eru í raun eins og hamstur á hjóli, hlaupa og hlaupa, en miðar ekkert áfram. Þessi hringavitleysa þyngir bagga þjóðarinnar og skaðar lífsskilyrði hennar, frekar en að styðja við almenning. Það er að minnsta kosti tilfinningin. Til að brjótast út úr þessum vítahring verður að endurhugsa efnahagsstefnuna, taka markviss skref til að tryggja sjálfbæra og stöðuga verðbólguþróun. Það þýðir að stjórnvöld þurfa að stíga fastar til jarðar í eigin útgjöldum og finna leiðir til að nýta skatttekjur skynsamlega án þess að keyra upp verðbólgu. Leggja þarf aukna áherslu á ábyrgð og gagnsæi, þannig að þjóðin sjái hvert peningarnir fara, hvernig þeir nýtast til bættrar þjónustu og nauðsynlegra framkvæmda. Þessi breyting krefst bæði djarfari ákvarðana og staðfestu, til að taka ábyrgð á stöðu mála og knýja fram breytingar. Við þurfum að skilja að fjárhagslegir hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir lífskjörum fólks og stöðugleika hagkerfisins til lengri tíma. Með skynsamari stefnu, minni áhættu og ábyrgari stjórn á ríkisútgjöldum getum við byggt hagkerfi sem vinnur með fólkinu, ekki gegn því. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur & nemandi í Executive MBA við Háskóla Reykjavíkur og skipar átjánda sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar