21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar 11. nóvember 2024 07:00 Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Jón Pétur Zimsen Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Að starfa í skóla er krefjandi en um leið mjög gefandi. Hluti af lífsgæðum er að starfa í góðu starfsumhverfi en pottur virðist vera brotinn hvað þetta varðar í skólum landsins. Tíð langtímaveikindi kennara og mikill veltuhraði skólastjórnenda eru raunvandi, hann þarf að vinna með. Starfsumhverfi snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað en það snýst ekki síður um sveigjanleika í starfi, vinnutíma og álag. Þessum þáttum verðum við að veita meiri athygli því þannig búum við til betri skóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi kennara og annars starfsfólks í skólum verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Við þurfum að bæta starfsumhverfið þannig að fólk þurfi ekki að yfirgefa störfin sem það elskar og hefur ástríðu fyrir. Bregðumst strax við. Við frambjóðendur í Sjálfstæðisflokknum sendum frá okkur 21 eina aðgerð í menntamálum fyrir kosningar (sjá XD.is).Þrettán af þessum tuttugu og einum aðgerðum hafa bein áhrif á starfsumhverfi kennara og ég tel að skipti miklu máli að komum í framkvæmd til þess að bæta starfsumhverfið og minnka álag - um leið og við náum meiri árangri. ·Ef leikskólabörn eru í íslensku málumhverfi munu þau verða enn betri í íslensku og gengur betur í námi. Börnum sem gengur vel í námi líður venjulega vel og skapa minna álag fyrir starfsfólk skóla. ·Ef samskipti skóla og heimila eru jákvæð og uppbyggileg verða foreldrar bandamenn skólanna og blása vindi í seglin og álag minnkar. ·Ef öll börn sem ekki eru með djúpan lestrarvanda ná góðum tökum á lestri á fyrstu stigum grunnskólans mun þeim líða betur í skólanum, foreldrar verða ánægðari og álag minnkar. ·Með nýrri aðalnámskrá verður horfið frá þeirri ráðgátu sem núverandi námskrá er. Þegar leiðarvísirinn er orðin skýr og kennarar vita til hvers er ætlast af þeim minnkar álag. ·Þegar skiljanlegt námsmat kemur inn fyrir þann hrærigraut sem nú er til staðar minnkar álag. ·Samræmt námsmat hjálpar öllu skólasamfélaginu að taka stöðuna og setja stefnuna miðað við niðurstöður. Hvetjandi og upplýsandi námsmat sem stuðlar að jafnræði minnkar álag. ·Að frelsa börn og unglinga frá snjallsímum á skólatíma eykur félagsfærni þeirra, minnkar truflun, eykur einbeitingu, bætir líðan, eykur námsárangur og minnkar álag mikið. · Ný og betri námsgögn minnka álag. ·Hreyfing bætir andlega og líkamlega líðan og minnka álag. ·Ef börn sem foreldrar vilja að komist í meiri stuðning og sérúrræði fá það mun álag minnka. ·Ef börn, sem kunna ekkert í íslensku fá öfluga sérhæfða kennslu í íslensku og íslenskri menningu í einhverjar vikur eða mánuði, munu þau koma mun betur undirbúinn inn í bekki með jafnöldrum sínum. Og eru líklegri til að ná tökum á íslensku samfélagi. Þetta mun minnka álag á alla. ·Með endurskoðuðu kennaranámi koma nýir kennarar betur undirbúnir til kennslu og álag minnkar. ·Að öllu ofantöldu mun starfsumhverfi skólafólks batna og álag minnka. Um leið og starfsmönnum líður betur vex þeim ásmegin og þeir ná enn meiri árangri sem svo eykur sjálfsvirðingu og virðingu annarra. Nú standa kennarar í harðri kjaradeilu sem vonandi leysist sem fyrst barnanna og starfsmanna vegna. Að starfa í skóla eru forréttindi en um leið ein af undirstöðu þessa samfélags. Góður starfsmaður skóla er ómetanlegur og samfélagið hlýtur að vilja fjölga þeim, það er allra hagur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun