Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 10. nóvember 2024 15:01 Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“ Mér þykir ekkert sjálfsagðara en að gefa af mér til samfélagsins sem ól mig upp og mótaði mig. Mín leið til að gefa af mér til samfélagsins hefur fram að þessu fyrst og fremst verið í gegnum ungmennafélagshreyfinguna. Að mínu mati er ungmennafélagshreyfingin eitthvað það besta sem við eigum í íslensku samfélagi. Út um land allt vinnur hreyfingin ómetanlegt starf sem styrkir og eflir samfélögin með frábæru og fjölbreyttu félags- og íþróttastarfi. Störf sem oft á tíðum eru unnin í sjálfboðavinnu. Enda sjálfboðaliðinn eitthvað það mikilvægasta sem til er í hverju samfélagi. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er svo frábært á margan hátt en þar eru veigamestu þættirnir efling félagslegrar, andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það er því afar mikilvægt að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samhliða því þarf að tryggja að öll börn geti stundað félags- og íþróttastarf. Í þessu samhengi munu ný stofnaðar svæðisstöðvar Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um land allt gegna lykilhlutverki. Verkefni sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiddi af mikilli snilld. Eitt af megin verkefnum svæðisstöðvanna er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi. Þar er sérstaklega horft til fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna af erlendum uppruna. Stofnun svæðisstöðva er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og stjórnvalda og er jafnframt einn liður í því stóra verkefni sem stjórnvöld vinna að í lögum um farsæld barna. Einnig má líta á stofnun svæðisstöðvanna sem mikilvægt byggðaþróunarmál, þá sérstaklega fyrir minni byggðarlög sem reiða sig á fáar hendur í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Svæðisstöðvarnar munu styðja við og þar af leiðandi efla félög á hverjum stað. Ef samfélag ætlar að vaxa þarf ákveðin þjónusta að vera til staðar. Eitt af því fyrsta sem fjölskyldufólk horfir til er hvaða tómstundir eru í boði fyrir börnin. Þess vegna skiptir miklu máli að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt. Stuðningur við ungmennafélagshreyfinguna má ekki vera vanmetin, hann skilar sér margfalt til baka í blómlegra og heilbrigðara samfélagi. Þessi stuðningur hefur kannski aldrei verið mikilvægari en núna enda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf einhver sú besta forvörn sem við eigum í íslensku samfélagi. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Öflugt og fjölbreytt félagsstarf í heimabyggð skapar grunn fyrir einstaklinga til að blómstra og gefa af sér til samfélagsins. Ein af stóru spurningunum sem við skulum ávallt hafa í huga er „Hvernig get ég gefið af mér til samfélagsins?“ Mér þykir ekkert sjálfsagðara en að gefa af mér til samfélagsins sem ól mig upp og mótaði mig. Mín leið til að gefa af mér til samfélagsins hefur fram að þessu fyrst og fremst verið í gegnum ungmennafélagshreyfinguna. Að mínu mati er ungmennafélagshreyfingin eitthvað það besta sem við eigum í íslensku samfélagi. Út um land allt vinnur hreyfingin ómetanlegt starf sem styrkir og eflir samfélögin með frábæru og fjölbreyttu félags- og íþróttastarfi. Störf sem oft á tíðum eru unnin í sjálfboðavinnu. Enda sjálfboðaliðinn eitthvað það mikilvægasta sem til er í hverju samfélagi. Skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf er svo frábært á margan hátt en þar eru veigamestu þættirnir efling félagslegrar, andlegrar og líkamlegrar heilsu. Það er því afar mikilvægt að auka þátttöku barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Samhliða því þarf að tryggja að öll börn geti stundað félags- og íþróttastarf. Í þessu samhengi munu ný stofnaðar svæðisstöðvar Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) um land allt gegna lykilhlutverki. Verkefni sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, leiddi af mikilli snilld. Eitt af megin verkefnum svæðisstöðvanna er að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi. Þar er sérstaklega horft til fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna af erlendum uppruna. Stofnun svæðisstöðva er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og stjórnvalda og er jafnframt einn liður í því stóra verkefni sem stjórnvöld vinna að í lögum um farsæld barna. Einnig má líta á stofnun svæðisstöðvanna sem mikilvægt byggðaþróunarmál, þá sérstaklega fyrir minni byggðarlög sem reiða sig á fáar hendur í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Svæðisstöðvarnar munu styðja við og þar af leiðandi efla félög á hverjum stað. Ef samfélag ætlar að vaxa þarf ákveðin þjónusta að vera til staðar. Eitt af því fyrsta sem fjölskyldufólk horfir til er hvaða tómstundir eru í boði fyrir börnin. Þess vegna skiptir miklu máli að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf um land allt. Stuðningur við ungmennafélagshreyfinguna má ekki vera vanmetin, hann skilar sér margfalt til baka í blómlegra og heilbrigðara samfélagi. Þessi stuðningur hefur kannski aldrei verið mikilvægari en núna enda skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf einhver sú besta forvörn sem við eigum í íslensku samfélagi. Höfundur starfar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun