Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 10. nóvember 2024 07:31 Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu)
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun