Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 10. nóvember 2024 07:31 Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn kennara undir samning (samkomulag) við aðila á vegum íslenska ríkisins og sveitarfélaga landsins. Eitthvað hefur það vafist fyrir mönnum hverjar hinar svokölluðu ,,kröfur” kennara eru í þessari baráttu eru og þess vegna langar mig að setja upp litla dæmisögu: Ég er 19 ára gamall afreksmaður í fótbolta sem er með samning á borðinu frá FC Kaupmannahöfn. Mér líst vel á tilboðið. Byrjunarlaunin eru ekki há, enda er ég að stíga mín fyrstu skref og mun æfa og spila með varaliði félagsins fyrst um sinn. Í samningnum stendur hins vegar að ef ég hef náð að spila 15 leiki með varaliðinu á árs tímabili munu launin mín hækka og verða jöfn þeim launum sem launalægstu leikmenn aðalliðsins hafa. Skrifum undir og af stað. Að ári liðnu hef ég spilað þessa 15 leiki og aðeins betur en bíðiði við….launin hafa ekki hækkað! Ég fer og ræði við þá sem stjórna og bendi á að ég hafi uppfyllt ákvæði samningsins sem á að fela í sér hækkun (staðið við minn hluta) en launin séu enn þau sömu, hvað veldur? Þá svarar stjórnarmaðurinn: ,,Ég meina þetta eru óraunhæfar kröfur” Ég svara: ,,Hvað meinarðu? Við sömdum um þetta fyrir ári síðan! Að ég fengi sömu laun og þeir sem væru lægst launaðir í aðalliðinu?!?” Stjórnarmaðurinn: ,,Heyrðu! Þú ert búinn að fá þrjú pör af takkaskóm, fékkst að fara í frí til Íslands og margt annað! Þú verður að taka það með í reikninginn!” Ég: ,,En það er ekki það sem við sömdum um!” Stjórnarmaður: ,,Við erum ekki að fara að hækka þessi laun, það kemur ekki til mála! Hættu nú þessu væli og farðu á æfingu! Hugsaðu um liðið! Það þarf á þér að halda!” Hvað myndir þú gera í þessari stöðu? Myndir þú halda kjafti og halda áfram að spila af því að liðið þarfnast þín? Eða myndirðu berjast fyrir því að vinnuveitandi þinn standi við sitt? Ég trúi ekki öðru en að svarið sé já og spyr því í kjölfarið hvort að það sama gildi ekki í tilfelli okkar kennara? Eigum við bara að halda kjafti og mæta í vinnuna eða eigum við að standa upp og berjast fyrir því að staðið sé við gerða samninga? Höfundur er leikskólakennari (ekki 19 ára afreksmaður í knattspyrnu)
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun