Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 9. nóvember 2024 10:31 Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Verðmæti leikskólans er ótvírætt. Leikskóli sem mannaður er fagfólki og býður börnum upp á nærandi uppeldis- og menntaumhverfi er kjöraðstæður barna. Skóli sem starfar í anda skóla fyrir öll og byggir starfsemi sína á röddum og þörfum barna. Þar eru leikskólakennarar lykilpersónur. Leikskólakennarar eru nefnilega sérfræðingar í uppeldi- og menntun barna. Þeir hafa í sínu fimm ára námi lært margvíslegar aðferðir og leiðir til að efla og styrkja margþættan þroska barna í gegn um leik og skapandi starf þar sem áhugi barna er leiðarljósið. Það er ekkert einfalt við það þegar litið er á börn sem ólíka einstaklinga með mismunandi þarfir og áhugamál eins og gert er í leikskólum. Þar er umhverfi og aðbúnaður skipulagður með þarfir barna í huga sem og aðferðir og leiðir sem hæfa hverju barni sem mest og best. Leikskólar eru gríðarlega mikilvægt jöfnunartæki. Þar er börnum með mismunandi félagslegan bakgrunn, börnum sem eiga íslensku sem annað mál, börnum sem eru með stoðþarfir og svo mætti áfram telja mætt á eigin forsendum. Alltaf er markmiðið að styðja við alhliða þroska og líðan svo þau upplifi sig sem hluta af hópi, að þau tilheyri og finni sig í samfélagi sem tekur örum breytingum. Leikskólar eru einnig afar mikilvægir fyrir fjölskylduvænt samfélag og jafnrétti. Þeir sjá til þess að foreldrar geti reitt sig á úrvals aðstæður barna sinna meðan þeir sjálfir sinna námi og störfum. Í erli dagsins viti þau af þeim á þroskandi stað umvafin hlýju og nærandi umhverfi góðs fagfólks. Leikskólar gera þannig foreldrum kleift að vinna úti eða vera í námi og það er gríðarlega mikilvægt kvenfrelsismál. Ég sé það daglega í mínu starfi sem leikskólastýra hve mikilvæg starfsemi leikskóla er. Foreldrar gera að sjálfsögðu kröfur á starfsemi leikskóla og það gerir starfsfólkið einnig sjálft. Það sýnir ást og umhyggju foreldra til handa barna sinna hve umhugað þeim er um starfsemi leikskóla og þá sýn að aðeins það besta sé nógu gott. Um leið skín áhugi og vilji starfsfólks í gegn um allt starf leikskólans sem stöðugt vinnur við að gera hann að mögnuðum, áhugaverðum, skemmtilegum ævintýrastað þar sem öll börn fái notið bernsku sinnar eins og best verður á kosið. Saman gerum við öll; börn, starfsfólk og foreldrar, leikskólann að þeim frábæra sem hann er. Ég er svo lánsöm að búa í sveitarfélagi þar sem fleiri afar góðir leikskólar starfa. Leikskólar sem horft er til þegar rætt er um framúrskarandi skólastarf og þar sem ríkir mikill metnaður og vilji til að gera stöðugt betur. Það er því mikilvægt að sanngjarnir samningar náist í kjaradeilu kennara svo börnin okkar allra fái áfram og enn betur notið góðra uppeldis- og menntaskilyrða innan um fagmenntað starfsfólk sem hlúir að því dýrmætasta sem við eigum. Höfundur er leikskólastýra og oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar