Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2024 12:47 Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig gengur fólki í skóla sem er með les-, skrif- eða reikningsblindu? Er horft á styrkleika þeirra eða veikleika? Hefur verið gerð könnun á því hve margir í fangelsum landsins eru skaddaðir eftir skólagöngu, þar sem þeir hvorki fengu að njóta sannmælis, né nota sína styrkleika? Þurfum við að hugsa skólakerfið uppá nýtt? Fræðsluskylda í stað skólaskyldu í efri bekkjum grunnskóla, er það raunhæft?. Já ég sé það sem mikið tækifæri í átt til jákvæðra breytinga. Hugsið ykkur! Þá geta krakkar ráðið því hvort þau mæta í skóla eða læra heima hjá sér með sínum hraða. Ég sé fyrir mér að kennslan fari fram á Netinu fyrir þá sem þess óska. Börnin geta lært á sínum hraða og áhuga. Þau geta valið sér kennara og námsefni. Búseta skiptir þarna engu máli. Hægt verður að sníða nám/fræðslu eftir einstaklingi. Öll erum við einstök og höfum hæfileika á misjöfnum sviðum. Sumir eru hópsálir aðrir einfarar. Ef við hugsum menntakerfið upp á nýtt með því að koma fræðslu út úr kennslustofunni þá stígum við mikilvæg skref inní framtíðina. Það þrífast ekki allir í þessum ramma sem kennslustofan er. Oft erum við að búa til vandmál þegar allir eru settir inní sama kassann, undir sömu kröfur, vitandi það að við erum misjöfn með mismunandi þarfir og hæfileika. Útkoman getur aldrei verið góð. Fangelsin eru kannski full af fólki sem ekki fékk tækifæri innan skólakerfisins? Þess vegna er komin tími til að hugsa út fyrir kassann, nota nútíma tækni sem Internetið er og gefa skólaskylduna upp á bátinn. Þetta myndi verða mikill léttir fyrir mörg heimili t.d. þarf ekki að argast í krökkunum að vakna fyrir allar aldir eða klára heimanámið á kvöldin. Þetta yrði mikill léttir fyrir kennara t.d. að losna við ólátabelgina sem hafa aldrei passað inní kennslustofuna, fyrir utan hversu miklu skemmtilegri kennsla það yrði fyrir kennara að fá að losna undan uppeldishlutverkinu sem þeir eru komnir í, í kennslustofunni. Þetta yrði líka mikill léttir fyrir marga krakka því þeim líður illa í stórum hóp, vinna best í einrúmi eða með fáum. Svo má ekki heldur gleyma því að sumum hentar einfaldlega ekki að vakna fyrr en undir hádegi og vinna best á kvöldin og á nóttunni. Og trúið mér, það eldist ekki af fólki! Einnig væri hægt að koma inn meiri verkmenntun og leyfa krökkum til dæmis að vinna með foreldrum sínum á vinnustað og ýta þannig undir það að við lærum með því að gera. Við þurfum að horfa meira á styrkleika og áhugasvið hvers og eins og ýta undir það, frekar en veikleikana. Þannig að ef við innleiðum fræðsluskyldu í stað skólaskyldu, myndi það hafa gífurlega jákvæð áhrif á einstaklinginn og allt samfélagið þegar upp er staðið. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og frumkvöðull og er frambjóðandi hjá Lýðræðisflokknum, 3. sæti í Reykjavík suður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun