Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar 8. nóvember 2024 12:02 Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var náttúrulega snjallt af hægri hugmyndasmiðjum að finna upp á hugtakinu „báknið burt” (remove the buteacracracy) og fullyrða að báknið bara vaxi og sé að koma okkur í þrot en nefna ekki einu orði hið raunverulega bákn í nútíma samfélagi sem er kapítalisminn. Ég held að það hafi verið Davíð Oddsson sem byrjaði með þetta slagorð á Íslandi, eitt af hans mörgu óhæfu verkum. Auðsöfnun á fárra hendur er orðið svo geigvænlegt að ekkert annað bákn kemst í hálfkvisti við það, ekkert vald í okkar nútíma þjóðfélagi jafnast á við auðvaldið, allavega ekki ríkisbáknið. Þessi bákn eru af ólíkum toga, ríkisbáknið með sína skóla, heilbrigðiskerfi og samgöngur er komið til af þörfum samfélagsins og byggt upp af því. Hitt báknið eru kapítalistarnir sem safna auði á allt færri hendur, hafa enga lýðræðislega skírskotun og er bara til fyrir þessa fáu sem auðgast á fyrirkomulaginu. Við skulum skoða hvort þessara bákna er að áreita okkur meira í okkar daglega lífi og hvort þeirra við viljum helst burt. Ég skrifaði um áreiti á þessum vettvangi fyrir nokkrum mánuðum, ekki um áreiti af hálfu samfélagsins gagnvart okkur heldur áreiti auðmanna sem gegnum auglýsingar á öllum hugsanlegum miðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum, þar sem þeir vilja ná í peningana okkar, og ekki bara það heldur líka tíma okkar. Neyslusamfélagið er drifið áfram með því að skapa þarfir sem eru í rauninni ekki fyrir hendi og veldur því að mannlíf á jörðinni er í hættu vegna mengunar. Það er þetta bákn sem er að áreita okkur og það er það sem við viljum burt, ekki skólana heilbrigðiskerfið eða vegina. Auðmagnið sækist nú í þessa hefðbundnu verksvið opinbera geirans og sér þar fjárfestingarmöguleika og hægrið í stjórnmálum, sem alltaf þjónustar auðmagnið, hoppar á vagninn og hjálpar til við að markaðsvæða í heilbrigðiskerfinu, skólum og nú á að setja á vegagjöld líka. Hvað verður næst? Markaðsvæðing innan opinbera geirans á Vesturlöndum er þróun í öfuga átt, frá auknu jafnræði í ójafnræði og misskiptingu og hefur slæmar afleiðingar á samheldni samfélaga. Þessi þróun á sér nafn, „nýfrjálshyggja” og hefur leitt til þess að þjónusta, sem áður var alfarið veitt af opinberum aðilum, hefur í auknum mæli verið færð undir einkaaðila eða starfrækt á markaðsgrunni. Kapítalíska báknið er orðið svo stórt að það vill háma í sig opinbera geirann líka, það er víst kallað að auka markaðshlutdeild. Það sem einusinni var okkar sameiginlega verkefni, „samfélag”, á nú að verða að aðilum á markaði og þar með ekki okkar á sama hátt og áður. Í flestum tilvikum leiðir markaðsvæðingin til aukins ójöfnuðar í aðgengi að þjónustu, þar sem einkarekin heilbrigðis- eða menntakerfi eru oft háð gjaldtöku og markaðsdrifnum ákvörðunum. Þeir sem hafa minni greiðslugetu eiga erfiðara með að njóta þeirrar þjónustu sem áður var tiltæk öllum, óháð efnahag. Þetta veldur aukinni sundrung, þar sem lífskjör fólks verða ólíkari og félagsleg samheldni minnkar. Opinber þjónusta hefur oft verið tengd sameiginlegum gildum, þar sem öll samfélagsþjónusta var talin í þágu allra. Þegar þessi þjónusta er færð á markaðsgrunna, missir hún að sumu leyti þessa „sameignarskilgreiningu,“ þar sem einkarekstur er oftast fyrst og fremst rekin með arðsemi í huga. Þetta getur grafið undan þeirri tilfinningu að samfélagið beri sameiginlega ábyrgð á velferð allra, sem á móti getur dregið úr samheldni. Við markaðsvæðingu eru vinnustaðir og starfsfólk oftast undir auknu framleiðniálagi, það þarf jú að finna leiðir til að taka út arð. Með því að færa þjónustu yfir á einkarekstur eru gerðar kröfur um meiri hagræðingu, sem leiðir til lægra starfsöryggis, meiri álags og oftast minni launakjara fyrir starfsmenn. Þetta hefur áhrif á líðan starfsmanna og dregur úr trausti til stjórnenda og kerfisins alls. Það bákn sem við viljum burt er Kapítalisminn og þar er Sósíalistaflokkurinn einn flokka í kosningum 30 nóvember með ótvíræðan boðskap. Höfundur er sósíalisti.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun